• Orðrómur

Eldlilja og uppgjör Söru

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sara Oskarsson kveður að sinni svið stjórnmálanna eftir úrslit í prófkjöri Pírata. Nýlega fertug hyggst hún reyna fyrir sér á nýjum vettvangi, kvikmyndaheiminum. Eftir margra ára baráttu hefur Sara náð að hemja storminn sem geisað hefur innra með henni og horfir nú björtum augum til framtíðar, nýtrúlofuð manninum sem bjargaði henni fyrir sautján árum á hennar erfiðasta degi.

Sara situr ekki auðum höndum þótt þingmannsstarfinu sé lokið. „Stjórnmálin tóku yfir listina í allt of langan tíma, en þegar veirufaraldurinn skall á notaði ég hana til að takast á við ástandið. Ég var ekki hrædd sjálf við veiruna, en stóð ekki á sama hvað var að koma fyrir heiminn,“ segir Sara sem var eins og vél í sköpun sinni og hélt þrjár sýningar í fyrra. Í dag málar hún daglega, auk þess að skrifa og vinnur hún núna að handriti að sinni fyrstu kvikmynd. „Ég ætlaði að verða leikkona þegar ég var yngri og hef skrifað sögur frá því ég var barn,“ segir Sara aðspurð um hvenær áhuginn á skrifum og kvikmyndagerð hófst, en pródusent er búinn að lesa yfir fyrstu drögin að handriti hennar. „Hann segir að það sé eitthvað þarna, þannig að ég ætla að fara af fullum krafti í þetta verkefni. Ég er búin að vera með hugmyndina að myndinni í nokkur ár, en hún hefur mótast. Að skrifa svipar til að mála, það er mjög mikilvægt að ætlast ekki til fullkomnunar strax. Þú þarft ekki djúpa karaktera á blaðsíðu eitt eða rannsóknir um þá. Karakterarnir skapast við framvindu sögunnar, með því sem þeir gera og því sem þeir segja, og fyrst og fremst hvernig þeir takast á við áskoranir. Þú byrjar bara að setja á blaðið eins og strigann og breytir síðan og bætir,“ segir Sara og er augljóslega spennt fyrir þessu nýja verkefni, en aðalpersónan ber nafnið Eldlilja.

Lestu viðtalið við Söru í nýjasta tölublaði Vikunnar. Vikan kemur út alla fimmtudaga og fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

- Auglýsing -

Þorsteinn V. Einarsson, fyrirlesari, fjölmiðlari og fræðari á samfélagsmiðlum, segir áhuga sinn á femínisma og karlmennsku tengjast óvæntum naglalakks-aktívisma, þar sem hann hafi hálfpartinn verið þvingaður í að vera með naglalakk sem ekki var síðan hægt að þrífa af. Hann endaði því á að þurfa að vera með naglalakkið í nokkra daga og segir viðbrögð fólks hafi vakið hjá sér einhverja forvitni.

Jón Gunnar Geirdal, hugmyndasmiður hjá Ysland og einn af eigendum Blackbox, Björk Þorgrímsdóttir, ljóðskáld, og Haraldur V. Sveinbjörnsson, tónlistarmaður með meiru, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

- Auglýsing -

Í Málinu fjöllum við um árangursríka sáttamiðlun. Sáttamiðlun er ferli þar sem deiluaðilar hittast með hlutlausum og óháðum aðila með það að markmiði að leysa ágreining. María Rúnarsdóttir er félagsráðgjafi og sáttamiðlari hjá Samskiptastöðinni og veitir þar einstaklingum, pörum og fjölskyldum ráðgjöf og sáttamiðlun. Íris Eik Ólafsdóttir, sem er meðal annars fjölskyldufræðingur, réttarfélagsfræðingur og framkvæmdastjóri Samskiptastöðvarinnar, segir sérfræðingana þar aðstoða fólk við að finna lausnir.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, kynlífspistil Veru, krossgátan, orðaleit, Sudoku og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Framleiða hágæðahúðvörur úr úrgangi

Líftæknifyrirtækið Primex sem staðsett er á Siglufirði framleiðir ChitoCare-húðvörur en einnig fæðubótarefni og sjúkravörur sem hafa sýnt...

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -