• Orðrómur

Esther Talia Casey hætti ekki sjálfviljug í hljómsveitinni Bang Gang

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Það sem varð endanlega til þess að ég ákvað að fara að læra leiklistina var höfnunin sem ég fékk þegar ég sótti um að komast inn í Leiklistarskólann í fyrstu tilraun,“ segir leikkonan Esther Talia Casey sem prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Egilssyni, Óla. Þau þreyttu bæði inntökupróf í Leiklistarskólann á sama tíma. Ólafur komst inn en Esther ekki. „Það var dálítið snúið tímabil,“ segir Óli og hristir höfuðið.

Á sama tíma og Esther var að hefja nám við Leiklistarskólann söng hún í hljómsveitinni Bang Gang sem gerði það gott, bæði hér heima og erlendis. Hljómsveitin tók til dæmis þátt í tónlistarhátíðunum Arezzo Wave á Ítalíu og Montreaux Jazz Festival í Sviss þar sem meðal annars hljómsveitin heimsfræga Cypress Hill kom fram. Óli segist stundum hafa strítt Esther á því að heimsfrægð hafi blasað við henni en hún hafi frekar valið að fara á á ljóðanámskeið hjá Benedikt Erlingssyni.

En það var ekki það að Esther tæki ljóðanámskeiðið fram yfir hljómsveitina sjálfviljug. Á þessum tíma var framkomubann í Leiklistarskólanum, þ.e. nemendur máttu ekki koma fram annars staðar en í skólanum eða á hans vegum. Bang Gang bauðst að koma fram í sjónvarpsþætti hjá Canal Plus í Frakklandi en þegar Esther bað um að fá leyfi frá náminu til að fara til Frakklands segir hún að sér hafi eiginlega verið settur stóllinn fyrir dyrnar.

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -