• Orðrómur

Eyjólfsbörn hlaupa í minningu föður síns

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi 30. maí við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl við fossinn, ásamt eiginkonu sinni, en mikill straumur reyndist þar og lenti Sveinn Eyjólfur í sjálfheldu.

Eftirlifandi eiginkona hans, Margrét Brynjólfsdóttir, og börn hennar og börn þeirra Sveinn Eyjólfs hyggjast öll hlaupa til styrktar Ljónshjarta í Reykjavíkurmaraþoninu 21. ágúst til minningar um föður sinn og maka. Eldri meðlimir hópsins munu hlaupa 10 km og þau yngri 3 km.

„Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa“

Sveinn Eyjólfur og Margrét áttu samtals sjö börn.
Mynd / Aðsend

Í viðtali við Vísi segir Margrét samtökin Ljónshjarta frábær og hafa gripið fjölskylduna alla í sorgarferlinu. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“

- Auglýsing -

Heita má á fjölskylduna hér. 

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -