2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fæðutegundir sem losa þig við bjúg

  Matur sem hefur bólgueyðandi áhrif.

  Piparmyntu-, engifer- eða fennikute er mjög vatnslosandi og dregur einnig úr bólgum í líkamanum.

  Eftir því sem fólk eldist er því hættara við að bólgna út og fá bjúg eða þrota. Sterk tengsl eru milli þessa og fæðunnar. Feitur matur og saltaður ýtir mjög undir að menn upplifi það að maginn þenjist út, þeir vakni þrútnir um augu á morgnana og fætur og hendur sýni merki um bjúg.

  Hæfni manna til að melta slíka fæðu minnkar með árunum vegna þess að munnvatnskirtlarnir, lifrin, brisið og smáþarmarnir framleiða minna af  þeim meltingarensímum er hjálpa til við að brjóta niður og vinna úr fæðunni. Með árunum minnka einnig magasýrurnar en þær eru mjög nauðsynlegar til að vinna úr fitu. Auk þess að þrútna og finna fyrir bjúg getur þetta valdið brjóstsviða, vindgangi og kviðverkjum.

  Til þess að vinna gegn þessu og örva heilbrigða framleiðslu ensíma í meltingarveginum má nefna að papaja, ananas og kiwi eru rík af þeim. Aðrir ávextir og grænmeti innihalda kalín en það skolar út söltum og natríumi á áhrifríkan máta.

  AUGLÝSING


  Piparmyntu-, engifer- eða fennikute er mjög vatnslosandi og dregur einnig úr bólgum í líkamanum. Þær tetegundir er auðvelt að búa til. Það þarf aðeins að setja ofurlítið af söxuðum, rifnum eða hökkuðum ferskum engifer, piparmyntulaufum eða fennikurót í glas og hella heitu vatni yfir. Látið standa í nokkrar mínútur og drekkið svo. Nú svo er auðvitað ágætt að forðast þær matartegundir sem valda þrota og bjúg.

  Texti / Steingerður Steinarsdóttir

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is