• Orðrómur

Fagmennska í fasteignasölu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég hef alltaf haft áhuga á öllu því sem snýr að skipulagi, allt frá grunnskipulagi yfir í hvernig deiliskipulag bæjarfélags byggist upp. Fasteignir eru ein hliðin á því og þegar mér gafst tækifæri að vinna á þeim markaði var ekki aftur snúið. Öll hönnun er mér hugleikin og að sjá út rými á nýjan hátt reynist mér auðvelt og hefur það nýst mér vel í mínu starfi sem og ánægja mín af mannlegum samskiptum,“ segir Dórothea Elva Jóhannsdóttir, löggiltur fasteignasali á Fasteignasölunni Torg og viðskiptafræðingur.

Dórothea hefur starfað sem fasteignasali í 15 ár, er gift og á þrjár dætur og fjögur barnabörn.  Hún er einnig með kennararéttindi í Hatha Yoga. „Ég er mikil félagsvera, í eðli mínu mikill fagurkeri og hrifnæm af öllu því sem gleður mig, hvort sem það er fyrir augað eða sálina. Áhugasvið er jóga, útivera, hreyfing og heilbrigt líferni. Góður matur og nærandi félagsskapur.“

Kaup og sala fasteignar er að sögn Dórotheu ein af stóru ákvörðunum í lífi flestra og starf fasteignasala mjög víðtækt bæði viðskiptalegs eðlis og við að aðstoða viðskiptavini rétt í þeim aðstæðum sem þeir eru í hverju sinni. „Fasteignasalar koma að fasteignaviðskiptum í lífi fólks við mismunandi aðstæður. Þar af leiðandi er oft  áskorun að koma viðskiptum heim og saman ef miklar tilfinningar eða umbrot eru í kringum seljendur og kaupendur. Starfið getur verið krefjandi og tímafrekt en einnig mjög skemmtilegt. Það er ótrúlega gaman og gefandi að selja kaupendum eign sem uppfyllir drauma þeirra og að sama skapi að vinna fyrir seljendur sem eru ánægðir með söluferli eigna sinna.“

- Auglýsing -

Dórothea Elva Jóhannsdóttir

Landslagið breyst hvað kynjaskiptingu varðar

Fasteignamarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum á þeim 15 árum sem Dórothea hefur starfað sem fasteignasali og að hennar sögn hefur þjónustustigið við kaupendur og seljendur aukist mikið til hins betra. „Löggjöfin hefur á sama skapi breyst og er umgjörðin mun betri bæði fyrir kaupendur og seljendur lagalega séð. Í dag er ekki hægt að vera starfandi sem sölumaður fasteigna nema vera löggiltur fasteignasali og það tel ég vera mikið framfaraskref í fasteignaviðskiptum hér á landi. Landslagið hefur einnig breyst mikið hvað varðar kynjaskiptingu á starfandi fasteignasölum. Samkvæmt félagi fasteignasala vorur konur fyrir 10 árum um 21% af skráðum félögum en eru í dag orðnar 44%. Því ber að fagna,“ segir Dórothea.

- Auglýsing -

„Markmið mitt er að veita persónulega og góða þjónustu sem einkennist af fagmennsku, trúnaði og trausti milli mín og minna viðskiptavina. Mikilvægt er að lesa rétt í markaðsaðstæður hverju sinni og leiðbeina viðskiptavinum samkvæmt því. Í því hagkerfi sem við búum við þá geta markaðsaðstæður verið fljótar að breytast úr kaupendamarkaði yfir í seljendamarkað og öfugt,“ segir Dórothea. „Í öllum tilfellum er mikilvægt fyrir seljendur og kaupendur að leita til fasteignasala sem veitir þeim faglega og persónulega þjónustu. Gæti ég verið þinn fasteignasali? Ef svo er, vil ég gjarnan vinna fyrir þig.“

Hafa má samband við Dórotheu í síma 898-3326 og með tölvupósti: [email protected]

Kynning úr blaði FKA og Vikunnar. 

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Gerum betur, núna

Eftir Ósk Heiðu SveinsdótturEigum við að breyta því hvernig við eigum samskipti við viðskiptavini?Breyta því hvernig viðskipti...

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -