• Orðrómur

„Fáið hjálp“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ef við værum spurð að því hvort við hefðum eitthvert ráð fyrir fólk til að hanga í sambandi þá myndum við segja: Fáið hjálp,“ segja leikarahjónin Esther Talia Casey og Ólafur Egilsson sem prýða forsíðu nýjustu Vikunnar.

Samband þeirra Estherar og Ólafs á sér langa sögu en þau kynntust í sjö ára bekk og urðu kærustupar á unglingsaldri. Þegar þau ákváðu fyrst að leita til sambandsráðgjafa höfðu þau ekki áttað sig á því hver rótin að vandanum væri, þótt hún hefði átt að vera þeim augljós.

„Við höfðum bara alls ekki tengt þetta saman, áfallið og einhverja sambandsörðugleika,“ segir Esther. Óli bætir við að það hafi ekki hvarflað að þeim. „En þarna áttuðum við okkur á því að reiðin sem við höfðum fundið fyrir eftir slysið var ekki reiði mín gagnvart Esther eða reiði hennar gagnvart mér, heldur gagnvart þessum atburði. Það þurfti ekki nema dálitla handleiðslu til að við áttuðum okkur á því og við föttuðum líka að þetta hafði jú reynt mikið á okkur en við höfðum samt komist í gegnum það saman. Ég segi ekki að ég hefði ekki viljað sleppa við þessa lífsreynslu en þegar upp er staðið þá fara hlutirnir eins og þeir eiga að fara.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -