Fékk hjálp að handan

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ása Tryggvadóttir hné niður á þrjátíu ára brúðkaupsafmælinu sínu og við tóku fimm vikur þar sem henni var vart hugað líf. Alvarleg sýking í mjöðm var orsakavaldurinn.

Í dag er Ása smátt og smátt að ná betri heilsu en hún er sannfærð um að hjálp að handan hafi skipt miklu um að hún náði bata. Móðir hennar lést meðan hún var veik og Ása telur að áfram hafi hún unnið að því að tryggja velferð dóttur sinnar.

Ása er í forsíðuviðtali í nýjustu Vikunni sem kemur í búðir á morgun en þar er einnig að finna áhugavert viðtal við Lilju Oddsdóttur, sveitastúlku úr Kjósinni, sem árum saman hefur leitað í andleg fræði til að bæta heilsu sína og skapa sér aukna hamingju.

Rakel Garðarsdóttir segir frá nýjasta verkefni sínu Verandi og Friðrika Hjördís Geirsdóttir gefur góð ráð þeim sem vilja ferðast einir.

Spennandi lífsreynsla, ferðagrein um Borgarnes og umfjöllun um kosti þess að vera einhleypur að nýju eru svo meðal umfjöllunarefna í blaðinu.

Um að gera að tryggja sér eintak á næsta sölustað því Vikan er notalegur félagi á ferðalögum, í bústað og í garðinum heima.

Mynd / Hallur Karlsson

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -