2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fjarstæða að litla systir gæti dáið

  Minningin um látna systur veitir Hörpu Stefánsdóttur innblástur og hvatningu til að berjast fyrir réttindum dýra og á móti verksmiðjubúskap. Hún leggur sig fram um að gera eitthvað fallegt í hennar minningu og heldur meðal annars úti vefsíðunni www.eldhusatlasinn.is, þar sem hún birtir uppskriftir að gómsætum grænmetisréttum með boðskap í kaupbæti.

  Í einlægu viðtali við Vikuna segist Harpa vilja taka allt það góða sem systir hennar heitin, Brandís, skildi eftir sig á sinni stuttu ævi og passa að það haldi áfram að lifa. Brandís var fjögurra ára þegar hún greindist með bráðahvítblæði.

  Harpa segist hafa fyllst ótta við að verða sjálf veik og heilsukvíði, eða hypochondria, sé algengur hjá systkinum langveikra barna. Systir hennar hafi náð sér en meinið tók sig aftur upp nokkrum árum síðar.

  Fljótlega varð ljóst að ástandið væri alvarlegt. „Ég gerði mér fulla grein fyrir alvarleikanum en ég trúði því ekki að Brandís myndi deyja. Þótt ég vissi að aðrir gætu dáið var hugmyndin um að hún gæti dáið ekki raunveruleg hjá mér; það fannst mér algjör fjarstæða. Og þegar það svo gerðist var það alveg rosalega erfitt.“

  Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur á sölustaði í dag, miðvikudag.

  AUGLÝSING


  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Förðun/Hildur Emilsdóttir, förðunarfræðingur hjá Urban Decay.
  Mynd/Hákon Davíð Björnsson.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is