2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fjögur trix að betri lífsstíl

  Nokkur góð og einföld ráð fyrir þá sem vilja tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.

  Byrjaðu daginn á vatnsglasi

  Flestir vakna þyrstir því líkaminn þornar yfir nóttina. Með því að drekka eitt til tvö vatnsglös áður en nokkuð annað er gert er hægt að koma í veg fyrir sultartilfinningu og snakkþörf þegar líða tekur á daginn. Þá er búið að leggja góðan grunn að vökvabúskap líkamans yfir daginn og þess vegna ólíklegra að menn túlki þorsta sem sult.

  Taktu nokkra sprellikarla á gólfinu

  Allir þekkja sprellikarlahopp. Taktu fimm til tíu slík á svefnherbergisgólfinu áður en þú klæðir þig, nokkur eftir sturtuna og enn fáein meðan þú hefur til morgunverðinn. Öll hopp og stökk koma blóðinu hratt á hreyfingu og starfsemi líkamans í gang. Að auki getur þetta aukið grunnbrennsluna umtalsvert og það varir allan daginn.

  AUGLÝSING


  Borðaðu klukkan þrjú

  Borðaðu litla máltíð klukkan þrjú í eftirmiðdaginn. Það dregur úr þreytu, gefur meiri orku til að klára daginn og kemur í veg fyrir snakkþörf á kvöldin. Hrökkbrauð með kotasælu, epli og nokkrar rúsínur er til dæmis mjög gott. Sumir fá sér hafragrjón í mjólk, hnetur eða möndlur. Meginatriðið er að fá sér holl kolvetni er skila sér hægt út og hækka því ekki blóðsykurinn.

  Taktu vel á því í stuttan tíma

  Lengd æfinganna skiptir ekki öllu máli þegar kemur að líkamsrækt. Margt bendir til að snörp æfing í stuttan tíma skili betri árangri en löng æfing þar sem áreynslan er stöðug og jöfn. Það getur verið gott að taka nokkrar tíu mínútna til korters lotur yfir daginn og þær má gera hvar sem er. Þá er gott að sippa, gera hnébeygur, armbeygjur eða hlaupa. Taka lóð og lyfta, planka eða dansa.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is