2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Flúði stríðsátök og varð heimsfræg fyrirsæta

  Súdanska fyrirsætan Adut Akech á sér ótrúlega sögu.

  Adut fæddist í Suður-Súdan en móðir hennar lagði á flótta með börnin sín sex undan stríðsátökum og hörmungum og komst til Kakuma í Kenía. Þar bjó fjölskyldan í flóttamannabúðum þar til Adut var sjö ára en þá fengu þau hæli í Ástralíu.

  Adut var aðeins þrettán ára þegar ástralskur fulltrúi módelskrifstofu kom auga á hana og eftir það var ekki aftur snúið.

  Fyrsta ganga hennar eftir tískupöllunum var fyrir ástralskan hönnuð en það nægði til að Yves Saint Laurent bauð henni að vera í hópi sinna módela á tískuvikunni í París.

  AUGLÝSING


  Adut er þekkt fyrir fallegt útlit sitt og fyrr á árinu valdi Pierpaolo Piccioli hana sem andlit tískuhússins Valentinos og ilmsins Born in Roma.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is