2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Mun ekki koma nálægt Sex and the City aftur

  Leikkonan Kim Cattrall mun aldrei leika í Sex and the City aftur.

   

  Getgátur hafa verið uppi um hvort þriðja Sex and the City myndin sé væntanleg en leikkonan Kim Cattrall, sem fer með hlutverk Samönthu Jones í þáttunum og myndunum, slær á þær sögusagnir. Hún segir að það sé ekki séns að hún taki þátt.

  „Aldrei,“ sagði Cattrall í samtali við Daily Mail þegar hún var spurð hvort hún muni leika í nýrri Sex and the City mynd. „Maður lærir sínar lexíur í lífinu og ég hef lært að vinna bara með góðu fólki og reyni að gera þetta skemmtilegt.“

  Árið 2016 kom ósætti upp á milli Cattrall og annara leikkvenna í Sex and the City þegar fregnir af þriðju myndinni bárust fyrst. Handritið að myndinni var sagt tilbúið þegar Cattrall hætti við af óljósum ástæðum. Cattrall virðist ekki ætla að skipta um skoðun.

  AUGLÝSING


  Þá hafa Cattrall og mótleikkona hennar, Sarah Jessica Parker, eldað grátt silfur undanfarin ár og mun það vera ein ástæða þess að Cattrall hefur ekki áhuga á að leika í nýrri Sex and the City kvikmynd.

  Þess má geta að Sex and the City þættirnir komu fyrst úr árið 1998. Sjötta og síðasta serían kom út árið 2004. Þá hafa tvær Sex and the City kvikmyndir verið gerðar, fyrri kom út árið 2008 og sú seinni árið 2010.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is