2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Ótrúlega margir sem vita ekki faðerni sitt

  Sigrún Ósk Kristjánsdóttir stýrir þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Nýlega upplýsti Sigrún að hún væri að drukkna í tölvupóstum frá fólki sem langaði að vita hvaðan það kæmi, er ekkert erfitt að geta ekki orðið við þeim beiðnum?

   

  „Já, ég hef eiginlega aldrei fengið eins marga tölvupósta eftir einn þátt eins og fyrsta þáttinn í þessari þáttaröð þar sem Guðmundur Kort leitaði bandarísks föður síns,“ segir hún.

  „Sem er pínulítið kaldhæðnislegt í ljósi þess að ég hef aldrei gert eins lítið til að hjálpa viðkomandi. Það mál leystist með aðstoð Selfyssings með ættfræðiáhuga og DNA-gagnabanka þannig að það var fyrsta mál sinnar tegundar í þáttunum og það eru greinilega ótrúlega margir sem eru í þeirri stöðu að vera ekki með faðerni sitt á hreinu. Það var hins vegar ekki svo að þetta væru mestmegnis póstar frá ástandsbörnum, heldur frá fólki sem á það sameiginlegt að þekkja ekki faðerni sitt.“

  „Það mál leystist með aðstoð Selfyssings með ættfræðiáhuga og DNA-gagnabanka…“

  Sigrún segir þessa þætti um mál Guðmundar Korts hafa komið með nýjan vinkil inn í þættina og vísar þá til upplýsinga DNA-gagnabankans, en gagnast slík þjónusta fólki sem hefur verið ættleitt líka?

  AUGLÝSING


  „Það gæti gert það einhvern tíma í framtíðinni,“ útskýrir Sigrún. „Ég get nefnt sem dæmi að þegar við fórum út til Sri Lanka í síðustu þáttaröð kom það í ljós að skjöl höfðu verið fölsuð og það kom upp mikið hneykslismál í Sri Lanka. Þá lofaði ríkisstjórnin þar að setja á fót einhvern svona banka og gera það sem hún gæti til að bæta fyrir þetta. Ég veit hins vegar ekki til þess að þeir séu búnir að koma því í verk. Ég hitti líka fólk frá Kóreu sem kom hingað til þess að taka DNA-sýni úr fólki, sem vildi þiggja það, sem hafði verið ættleitt hingað og það er verið að vinna að því að koma upp DNA-banka í Kóreu, þannig að það er ýmislegt að gerast í þessu og í framtíðinni sér maður fyrir sér að þetta verði minna mál.“

  Mynd / Rut Sigurðardóttir

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is