2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Persónulega vildi ég ekki búa í sama stigagangi og hún“

  Leikritið Gullregn vakti mikla athygli þegar það var sýnt í Borgarleikhúsinu. Þar segir af Indíönu Jónsdóttur, íbúa í Breiðholti, sem öðlast hefur talsverða leikni í að vera á framfæri hins opinbera. Hún er stjórnsöm, fordómafull og bitur. Sigrún Edda Björnsdóttir lék hana á sínum tíma og nú stígur hún aftur í spor öryrkjans Indíönu en að þessu sinni á hvíta tjaldinu.

  „Það var ævintýri líkast og um leið mikil áskorun að fara með hana Indíönu mína af Stóra sviði Borgarleikhússins yfir á hvíta tjaldið,“ segir Sigrún Edda sem lék yfir fimmtíu sýningar á sviðinu á sínum tíma.

  „Það verður seint sagt um hana Indíönu Georgíu Jónsdóttur að hún sé aðlaðandi manneskja,“ segir Sigrún Edda aðspurð hvað henni finnist um persónuna sem hún leikur. „Persónulega vildi ég ekki búa í sama stigagangi og hún. Ef satt skal segja þá var ég alveg búin á því eftir að hafa verið við tökur tólf tíma á dag í rúman mánuð í hugarheimi hennar.“

  Lestu viðtalið við Sigrúnu í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  AUGLÝSING


  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is