2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Sorgarferlið búið en tók ótrúlega langan tíma

  Berglind Elva Tryggvadóttir hefur tekist á við mörg stór áföll og að því kom að hún bognaði. Faðir hennar datt af hestbaki og lamaðist frá hálsi og niður. Slíkt setur sannarlega allt úr skorðum og þegar við bætist að honum var meinað að koma aftur heim til sín á Kirkjuhvol og var um tíma á hrakhólum í kerfinu er vart hægt að ímynda sér sorg og kvíða fjölskyldunnar. Berglind Elva hefur einnig þurft að glíma við afleiðingar þess að vera nauðgað af nákomnum ættingja og geta ekki talað um það.

  Berglind Elva Tryggvadóttir prýðir forsíðu Vikunnar.

  „Í svona aðstæðum verður nefnilega aldrei neitt uppgjör, aldrei nein lokun því staðan breytist aldrei. Það er ekki andlát þannig að maður nái að kveðja en samt er maður að syrgja. Sorgarferlið er í raun síendurtekið en eftir því sem árin líða fer að líða lengri tími á milli. Í dag finnst mér ég geta sagt að sorgarferlið sé búið hjá mér, en það tók ótrúlega langan tíma að sætta sig við orðinn hlut,“ segir hún í áhrifamiklu og einlægu viðtali við Vikuna sem kemur út á morgun.

  Í blaðinu er einnig ítarlegt viðtal við Sæunni Kjartansdóttur um bókina sem hún skrifaði um samband sitt og móður sinnar. Sæunn er einn fremsti sálgreinir Íslendinga og segist opinbera sjálfa sig mjög mikið jafnframt því að segja sögu sérstæðrar og áhugaverðrar konu. „Hún gat verið dásamlega hlý og við áttum oft mjög góðar stundir, en samskipti okkar voru óneitanlega mjög á hennar forsendum, hún gat verið mjög góð mig þegar vel stóð á hjá henni,“ segir Sæunn í viðtalinu um þetta mikilvægasta ástarsamband allra einstaklinga, sambandið við móðurina.

  AUGLÝSING


  Blaðamaður Vikunnar lætur reyna á andlitslyftingu án skurðaðgerðar, skoðað hvernig hægt er að venja sig af að klæðast bara svörtu og kannað hvort ástin er raunverulega blind eða hvort fólk lokar bara augunum. Ótalmargt fleira spennandi í fróðlegri og flottri Viku.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is