Syngjandi skipulagsnörd

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Söngkonan Alma Rut lærir sálfræði með fram því að syngja og segir mikil forréttindi að vinna við helsta áhugamálið, tónlistina. Alma Rut er undir smásjánni að þessu sinni.

 

Fullt nafn: Alma Rut Kristjánsdóttir
Aldur: 41 árs
Starfsheiti: Söngkona og sálfræðinemi.
Áhugamál: Það eru náttúrlega algjör forréttindi að fá að vinna við mitt helsta áhugamál, tónlistina. En einnig les ég mikið og elska að læra nýja hluti.

Hvað færðu þér í morgunmat? Oftast salat og egg.

Hvað óttastu mest? Börnin mín eru alltaf efst í huga mér og ég geri allt til að passa upp á að þau séu í góðu jafnvægi. Ætli ég óttist ekki mest að það komi eitthvað fyrir þau.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég er mjög mikið skipulagsnörd. Ég verð t.d. miklu glaðari við að fá áfyllingu í merkivélina mína, en við að fá blóm.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ætli það sé ekki þegar ég var 19 ára og ákvað að flytja til Spánar. Fór út sem au-pair til Alicante, algjörlega „mállaus“ en endaði með því að vera þar í samtals um eitt og hálft ár. Fór líka í skóla til Barcelona og kom heim reynslunni ríkari og þroskaðri, með hugrekki í öðrum vasanum og þriðja tungumálið í hinum.

Alma Rut Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Danssporin eru: Tvö skref áfram og eitt skref aftur á bak.

Hver myndi leika þig í bíómyndinni? Það yrði að vera einhver sem gæti líka sungið, t.d. Mandy Moore.

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? This is Us, þeir eru svo yndislega vel gerðir. Ég græt og hlæ yfir hverjum einasta þætti.

Hvað geturðu sjaldnast staðist? Bros barnanna minna. Þau eru orðnir unglingar, en bræða mig enn þá.

Hvaða smáforrit er ómissandi? Audible er í mikilli notkun. Ég hlusta mjög mikið á hljóðbækur.

Instagram eða Snapchat? Ég nota Instagram mun meira en Snapchat.

Hvaða tjámerki (emoji) notarðu oftast? Ætli það sé ekki facepalm eða see no evil-apinn.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -