2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Vaknaði átta ára gömul við hlið látinnar móður sinnar

  Elín Sigríður Grétarsdóttir, eða Ella Sigga eins og hún er alltaf kölluð, var aðeins átta ára gömul þegar hún vaknaði við hlið móður sinnar sem lá þar látin. Lífið hélt áfram eins og ekkert hefði ískorist og Ella Sigga varð í raun að segja sér það sjálf að móðir hennar væri dáin, enginn settist niður með henni og ræddi málin. Móðurmissirinn og rof sem varð á fjölskyldunni í kjölfarið átti eftir að setja sitt mark á líf hennar.

   

  „Ég hef alltaf hugsað að svona sé þetta bara, þetta sé bara mín saga,“ segir Ella Sigga og yppir öxlum þar sem við sitjum á kaffihúsi í Reykjavík einn góðviðrisdag í febrúar. „En auðvitað var þetta hræðilegt og verst að enginn talaði um neitt, tilfinningarnar voru aldrei ræddar og enginn tók utan um mann og hjálpaði manni í gegnum þetta. Það hefur aldrei neinn sest niður með mér og sagt að þetta hafi í raun verið skelfilegt. En þetta var það einfaldlega. Skelfilegt.“

  Líf Ellu Siggu hefur ekki verið neinn dans á rósum, það verður manni ljóst við að hlusta á sögu hennar. En hún heldur í húmorinn og kaldhæðnin er heldur ekki langt undan, til dæmis þegar hún segist alla vega ekki þurfa að hafa áhyggjur af öldruðum foreldrum og glíma við alls konar hindranir vegna þeirra í íslenska heilbrigðiskerfinu.

  „Auðvitað var þetta hræðilegt og verst að enginn talaði um neitt“

  Við hefjum viðtalið þar sem allt byrjaði, í október árið 1982, þegar Ella Sigga var átta ára. „Ég er langyngst; bræður mínir eru níu, sextán og átján árum eldri en ég. Mamma, sem var alltaf kölluð Laulau, var algjör kjarnakona og ól strákana í raun voða mikið upp ein því pabbi var alltaf á sjó en hann var stýrimaður og skipstjóri hjá Eimskip. Svo kom pabbi í land, hætti á sjónum, og stuttu eftir það fæddist ég og ég veit, eftir að hafa lesið dagbækur frá pabba, að komu minnar hafði lengi verið beðið. Við bjuggum í raðhúsi í Garðabæ og lífið var bara harla gott; ég á að minnsta kosti ekki aðrar minningar en þær að þetta hafi verið fínt.“

  AUGLÝSING


  Föstudagskvöldið 15. október 1982 komu Ella Sigga og móðir hennar heim eftir heimsókn til vinkonu og samstarfskonu Laulauar en faðir Ellu Siggu var í veiðiferð.

  Viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson
  Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is