2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Auðveldast að þagga niður í viðkvæmustu hópunum“

  Nichole Leigh Mosty vakti fyrst athygli fyrir starf sitt sem leikskólastjóri á leikskólanum Ösp þar sem hún lét sig málefni fólksins varða svo eftir var tekið. Leiðin lá í borgarstjórn fyrir Bjarta framtíð og svo afar óvænt inn á þing en Nichole er fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi. Nichole prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar.

   

  Í þessum mánuði er tveggja ára afmæli #metoo-byltingarinnar og slita stysta ríkisstjórnarsamstarfs Íslandssögunnar en Nichole var áberandi í báðum þessara sögulegu atburða. Síðustu ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri hverfaverkefnis í Breiðholti og sem sjálfboðaliði í stjórn W.O.M.A.N..

  Nichole Leigh Mosty.

  „Ég er fædd og uppalin í Michigan í miðvesturhluta Bandaríkjanna,“ segir hún. „Bernskan var að mestu leyti mjög venjuleg en á tímabili fluttum við oft, vegna þess að pabbi missti vinnuna. Þetta var erfitt tímabil. Ég var alltaf að mæta í nýja skóla, takast á við nýjar áskoranir og reyna að vera með. En ég geri mér grein fyrir því núna að þetta gerði mér kleift að vera svolítill „survivor“.“

  Flókið ferli að sækja um dvalarleyfi

  AUGLÝSING


  Þegar upp var staðið voru hinir tíðu flutningar kannski blessun því Nichole þurfti á þrautseigju að halda eftir að hingað kom.

  „Ég var mjög einangruð í ræstingastarfinu og lærði því ekki tungumálið.“

  „Ég kynntist Íslendingi þegar ég var í kokkanámi í Boston og við urðum ástfangin. Það var spennandi að kynnast Íslendingi þar sem þið eru svo fá. Eftir að við höfðum búið í nokkur ár í Bandaríkjunum fluttumst við saman til Íslands. Það var spennandi en líka mjög erfitt. Sérstaklega vegna þess að ég einangraðist mjög eftir komuna til landsins. Ég talaði litla sem enga íslensku og vissi ekki hvernig hversdagslegir hlutir og kerfið virkuðu hér. Ég hafði aldrei áður verið innflytjandi og mér fannst ferlið sem fylgdi því að sækja um dvalarleyfi vera flókið og erfitt.“

  Nichole prýðir forsíðu 41. tölublaðs Vikunnar.

  Nichole fékk að reyna á eigin skinni að þolinmæði þrautir vinnur allar.

  „Ég fékk að lokum dvalarleyfi og var boðin vinna við mína iðn. Menntunin var samt einskis metin. Vinnuveitandinn leit ekki einu sinni á gráðuna heldur sagði bara að ég þyrfti að starfa hjá honum sem nemandi og fara í kokkanám hérlendis. Mér leist ekki á þetta. Þess vegna fór ég að vinna við ræstingar og um leið að leita mér að annarri vinnu. Ég var mjög einangruð í ræstingastarfinu og lærði því ekki tungumálið. Það háði mér mjög.“

  Lestu viðtalið við Nichole í heild sinni í nýjustu Vikunni sem kemur í verslanir í dag.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Texti / Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
  Myndir / Hákon Davíð Björnsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum