2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Ég fékk alveg áfall þegar ég komst ekki inn“

  Leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir ætlaði sér að verða læknir en eftir að hafa tekið þátt í Herranótt MR á menntaskólaárunum var ekki aftur snúið og læknirinn vék fyrir leikkonunni. Sólveig hefur mikla ástríðu fyrir leikhúsinu þótt hún segist alveg hafa íhugað að fara í eitthvað praktískt, eins og verkefnastjórnun.

   

  Sólveig segir að hún hafi fengið mikinn stuðning frá foreldrum sínum og þau hafi verið sátt við að dóttirin fetaði aðra braut en þau. „Það var reyndar á einum tímapunkti sem mamma og pabbi settu mér stólinn fyrir dyrnar. Þá ætlaði ég að taka mér hlé frá náminu í MR og fara utan sem au-pair en þau sögðu mér að klára fyrst menntaskólann og svo gæti ég gert hvað sem væri. En það var engin pressa á mér að gera eitthvað annað og ég fékk rosalega umvefjandi uppeldi og gott utanumhald.“

  „Maður lærði að standa svolítið með sjálfum sér“

  Hún segist tvisvar hafa sótt um í Leiklistarskólanum hér heima og komist í lokaúrtakið í bæði skiptin en ekki komist í hóp þeirra sem voru teknir inn í námið. „Ég fékk alveg áfall þegar ég komst ekki inn,“ segir Sólveig.

  „Ég hafði aldrei fengið svona neitun áður. Mér hafði alltaf gengið vel í skóla og allt hafði bara einhvern veginn gengið upp. Svo þetta var fyrsta höfnunin og það var bara alveg rosalega erfitt en svo finnur maður alltaf leiðina sína. Ég fór í leiklistarskóla í London og það var frábært. Fyrst var ég samt rosa sorgmædd og fannst skelfilegt að þurfa að fara út og fá ekki bara að vera hérna heima með fólkinu sem ég þekkti en eftir á að hyggja var þetta bara alveg frábært. Maður lærði að standa svolítið með sjálfum sér og námið sjálft var svo víðtækt að maður lærði alveg heilan helling.“

  AUGLÝSING


  Krefst leiklistarnám ekki mikillar sjálfsskoðunar?
  „Jú, þetta er sjálfsvinna að vissu leyti og það var þannig að skólasystkini mín í leiklistarnáminu sem áttu kærasta eða kærustu hættu með þeim. Maður verður svo sjálfhverfur í svona aðstæðum, sérstaklega á þessum aldri, í kringum tvítugt, og allir verða voðalega uppteknir af sjálfum sér. Þegar ég var að flytja um daginn fann ég einmitt dagbók frá þeim tíma sem ég var í leiklistarnáminu og hugsaði bara, bíddu, hvaða týpa er þetta? Ég held ég hafi hent bókunum, ég vildi ekki að dætur mínar myndu sjá þetta,“ segir Sólveig hlæjandi.

  Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir í dag.

  Kaupa blað í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson
  Förðun / Elín Hanna, förðunarfræðingur hjá Urban Decay

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum