2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Skyldi ná að komast í gegnum þessa eldraun“

  Helga Hrönn Óladóttir fékk alvarleg ofnæmiseinkenni árið 2015 og endaði á gjörgæslu. Læknar vissu ekki hver ástæða veikindanna var fyrr en einum þeirra datt í hug að það væri streita.

   

  Í dag starfar Helga Hrönn sem umdæmisstjóri Streituskólans og Streitumóttökunnar á Norðurlandi þar sem hún leiðbeinir fólki meðal annars um hvernig það getur minnkað streituvaldana í lífi sínu. Hún segir það dálítið magnað að vinna við að halda fyrirlestra fyrir framan hópa fólks þar sem það hafi einu sinni verið með því erfiðara sem hún gat hugsað sér.

  „Árin 2012-2015 höfðu verið mjög krefjandi í lífi mínu og álagið samfellt.“

  Helga Hrönn er með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræðum og MA-próf í mannauðsstjórnun. „Ég dáðist alltaf að kennurunum mínum sem gátu staðið fyrir framan hópinn og talað við okkur um það sem var þeirra ástríða og ég man að það kveikti í mér einhverja von um að geta gert slíkt hið sama en ég var enn of feimin til að þora.“ Hún segist þó hafa náð að flytja lokaverkefnið sitt fyrir framan hóp af fólki, skjálfandi á beinunum.

  „Einhvern veginn náði ég að skila mínu og var ótrúlega stolt af sjálfri mér eftir á að ég skyldi ná að komast í gegnum þessa eldraun. Ég man að ég hugsaði að ég stæði þarna frammi fyrir eldkláru fólki og nú var að duga eða drepast. Ég get ekki lýst því hversu stolt ég var þegar ég gekk út eftir brautskráningu með plaggið í hendi.“

  „Svo kom skellurinn“
  AUGLÝSING


  Helga segir að árið 2015 hafi andleg heilsa hennar nánast verið komin í þrot. „Árin 2012-2015 höfðu verið mjög krefjandi í lífi mínu og álagið samfellt. Dóttirin svaf lítið sem ekkert, fékk allar pestir og var oft veik. Ég ætlaði að sanna mig í háskólanáminu og lagði allt í það, vann samhliða náminu, söng oft í viku í kór, fylgdi syninum eftir í tómstundum og þurfti að styðja hann þar sem hann var að hefja sína grunnskólagöngu. Upp komu erfið mál í nánustu fjölskyldu mannsins míns og mitt stuðningsnet var fyrir norðan en við hjónin bjuggum á þessum tíma fyrir sunnan. Ég skilaði lokaverkefninu mínu í Háskólanum, fagnaði því og svo kom skellurinn.“

  Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  Myndir / Auðunn Níelsson
  Förðun og hár / Heiðdís Austfjörð

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum