2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Þarna fannst mér merkið vera komið“

  Fallhlífarstökkskóli, kafarapróf, vikulöng skoðunarferð um stærsta helli í heimi og píranafiskaveiðar í Amazon-frumskóginum eru aðeins lítið brot af þeim ævintýrum sem Helga Bergmann hefur ratað í. Hún fer gjarnan ótroðnar slóðir á ferðalögum sínum og lætur ekkert stoppa sig.

   

  Í forsíðuviðtali við Vikuna segir Helga meðal annars frá ferðalagi til Sikkim á Indlandi, þar sem hún gisti í sumarhúsi konungs dalsins og svaf á hálmdýnu í nístingskulda við rætur þriðja hæsta fjalls í heimi. Hún segir einnig frá fimm vikna ferð til Víetnam og Laos sem hún fór í eftir að hafa rekist á grein á netinu um stærsta helli í heimi, Son Doong.

  „Ég þurfti samt að hugsa mig aðeins um; þetta var auðvitað rándýrt og svo var ég líka aðeins að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara ein. […] Það var tekið skýrt fram að þessi ferð myndi reyna mikið á líkamlegt atgervi og þol þátttakenda,“ segir Helga.

  „Bingó! Þarna fannst mér merkið vera komið“

  „Ég tíndi til allt sem ég var búin að vera að gera; fara í fjölmargar göngur, fjallaferðir, vera á skíðum, að ég væri með köfunarpróf og fallhlífarstökkspróf. Og umsóknin mín var samþykkt. Amma frá Íslandi að fara í hellaferð til Víetnam! En þegar kom að því að borga staðfestingargjaldið man ég að ég sat við tölvuna og hugsaði hvort ég væri virkilega að fara ein í þessa ferð. Svo ég hugsaði með mér að ég yrði að fá einhver ráð. Svo ég bað almætti að gefa mér merki. Á ég að fara eða ekki? Þarna sit ég við tölvuskjáinn og er að fletta niður eftir Facebook og þá poppar þar upp grein um tíu ástæður þess að ferðast einn,“ segir Helga og skellir upp úr. „Bingó! Þarna fannst mér merkið vera komið og ég gekk frá staðfestingargjaldinu.“

  AUGLÝSING


  Viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson
  Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum