2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Var oft einmana sem barn

  Nýlega gaf Kristján Guðlaugsson út ljóðabókina Ullin brók og hangið kjöt, en þar er að finna safn ljóða frá ýmsum tímabilum ævi hans og þar endurspeglast minningar bæði sárar og hlýjar.

   

  Í nýjasta tölublaði Vikunnar ræðir Kristján m.a. nýju bókina og æskuna.

  Þú ert fæddur á Akranesi, ertu uppalinn þar? „Nei, pabbi minn, Guðlaugur Einarsson,  var bæjarstjóri þar og við fluttum þaðan þegar ég var átján mánaða. Ég átti fremur erilsama æsku, kom frá brotnu heimili og var svolítið á vergangi um tíma. Ólst meðal annars upp hjá ömmu minni, fór fyrst til móðurömmu minnar en síðan til föðurömmu. Pabbi minn giftist svo aftur þegar ég var níu og þá bjó ég hjá honum og stjúpu minni. Þau bjuggu í Laugarneshverfi en pabbi vildi að ég væri í Austurbæjarskóla. Þar voru allir vinir mínir og ég lenti í hálfgerðu einelti þegar ég kom heim vegna þess að ég var ekki í Laugarnesskóla með strákunum þar. Ég var oft mjög einmana á þessum árum.  Þegar ég var fimmtán ára skildu pabbi og stjúpa mín. Þá flutti ég inn til Guðrúnar, systur minnar. Hún er eiginlega svona reserve-mamma mín,“ segir Kristján meðal annars.

  Lestu viðtalið við Kristján í heild sinni í 41. tölublaði Vikunnar.

  AUGLÝSING


  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Mynd / Unnur Magna

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum