2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Formaður VR stenst sjaldan konuna

  Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er fæddur og uppalinn í Breiðholtinu. Hann hefur barist ötullega fyrir bættum kjörum verkalýðsins og gegn spillingu innan verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna. Ragnar Þór segir sitt mesta afrek vera að halda geðheilsunni samhliða því að starfa svo nálægt misskiptingunni, spillingunni og græðginni í sinni ljótustu mynd. Við skelltum Ragnari Þór undir smásjána.

   

  Fullt nafn: Ragnar Þór Ingólfsson.
  Aldur: 46 ára.
  Áhugamál: Allt milli himins og jarðar. Fyrir utan vinnu væru það hljóðfæraleikur, hjólreiðar, skíði og þetta klisjukennda: Hverskyns útivist og ferðalög. Veit fátt skemmtilegra en að spila við börnin mín eða í góðra vina hópi.
  Starfsheiti: Formaður VR .
  Hvar líður þér best? Í faðmi fjölskyldunnar og vina.
  Hvað óttastu mest? Græðgi og stríð.
  Hvert er þitt mesta afrek? Að halda geðheilsunni samhliða því að starfa svo nálægt misskiptingunni, spillingunni og græðginni í sinni ljótustu mynd.
  Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég kann að prjóna sem ég hef aldrei farið leynt með og verður seint talið til sérstakra hæfileika frekar en annað sem ég tek mér fyrir hendur. Ætli ég sé ekki mátulega lélegur í öllu.
  Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að fara í pólitík og leggja sjálfan mig á borðið, þótt áhættan sé ekki endanlega komin fram.
  Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Ég áetta! Raunasaga 5 ára drengs úr Breiðholtinu.
  Hvað geturðu sjaldnast staðist? Konuna mína.
  Hvað færðu þér í Bragðaref? Jarðarber, Tromp og Rískúlur.
  Instagram eða Snapchat? Fax.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is