2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fötin sem vaxa með þeim

  Ryan Yasin er hönnuður og hugsjónamaður. Hann fæddist á Íslandi og er íslenskur ríkisborgari en býr nú London. Ryan hefur verið að hanna sjálfbær barnaföt sem bókstaflega vaxa með börnunum.

  Ryan hannar undir merkinu Petit Pli en hann og teymið hans einbeita sér að því að finna efni sem unnin eru á umhverfisvænan hátt, eru mjúk og eftirgefanleg þannig að þau lagi sig að barninu á öllum aldri þess og þroskastigum. Börn vaxa um sjö fatastærðir á fyrstu tveimur árunum og fara frá því að velta sér yfir í að skríða og klifra og loks að ganga og hlaupa. Fötin þurfa að laga sig að þörfum þeirra meðan á þessu ferli stendur. Flestir foreldrar eiga því fullar skúffur af nánast ónotuðum barnafötum þegar krakkarnir þeirra fara í skóla. Ryan notar einfaldar en einstaklega skemmtilega úthugsaðar fellingar til að tryggja að fötin stækki með börnunum. Hann hefur einkaleyfi á þessari uppfinningu sem hann fékk innblástur að þegar hann kynnti sér geimferðaverkfræði.

  Petit Pli-fötin fylgja barninu frá níu mánaða upp að fjögurra ára aldri, þau eru sterk, endingargóð, auðveld í þvotti og hamla aldrei hreyfingum. Fyrr á árinu vann Ryan Global Change Award 2019 frá H&M, sem gerir honum kleift að halda áfram rannsóknum sínum og teygja línuna lengra. Það verður spennandi að fylgjast með frekari nýungum frá þessu frumlega fyrirtæki og ekki skemmir að hann, þessi snjalli hönnuður, hafi tengsl við Ísland.

  AUGLÝSING


   

  .

   

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is