Frá iðrum jarðar í hæstu hæðir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Helga Bergmann hefur yndi af að ferðast en kýs að fara alls ekki hefðbundnar slóðir. Helga prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar.

 

Fallhlífarstökkskóli, kafarapróf, vikulöng skoðunarferð um stærsta helli í heimi og píranafiskaveiðar í Amazon-frumskóginum eru aðeins lítið brot af þeim ævintýrum sem Helga hefur ratað í.

Helga segir ferðasögur í Vikunni og frá ævintýraferð sem framundan er. Vikan heldur sig hins vegar á heimaslóðum og kíkir á leyndar perlur á Reykjanesi, þessum bakgarði höfuðborgarsvæðisins.

Spjallað er við Skoppu og Skrítlu sem í ár fagna fimmtán ára afmæli og talað við Írisi Helgu Baldursdóttur skólastýru Hjalla en Hjallastefnan er tvöfalt eldri en þær stöllur eða þrjátíu ára í ár.

Einnig er sögð saga konu sem lifði af hræðilegt flugslys, fjallað um kynlíf og sláandi tölur um morð tengd heimilisofbeldi.

Ekki missa af nýjustu Vikunni sem kemur í verslanir á morgun.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira