Frægir um 2020 í hnotskurn: „2020 var ár fáránleikans“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ár fordæmalausra tíma er liðið og vafalaust eru margir því fegnir að árið þar sem hver mánuður leið eins og 12 slíkir sé liðið í aldanna skaut, og kemur vonandi aldrei aftur til baka í sömu mynd, eða svipaðri. Árið 2020 hefur verið mörgum einstaklega erfitt, þó sérstaklega þeim sem misst hafa einhvern nákominn, veikst af völdum COVID-19, eða misst atvinnuna.

Við fengum nokkra þekkta Íslendinga til að súmmera árið 2020 upp fyrir okkur.

„2020 hefur kennt mér þakklæti, auðmýkt og kannski ögn af núvitund sem ég átti ekkert af áður. En þetta ár má samt drulla sér.“ Greta Salóme tónlistarkona.

Greta Salóme
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

„2020 var ár fáránleikans.“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er ekki langorður um árið sem leið.

Sigmar Vilhjálmsson
Mynd / Hallur Karlsson

„Árin 2020 kom ekki beint skemmtilega á óvart, en hefur verið mér afar lærdómsríkt og mikilvægt, þó ég sé spennt að kveðja það.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

„Ég er mjög þakklátur fyrir þetta ár sem nú er liðið, það bauð upp á nokkur mjög flókin verkefni en að þeim undanskildum var þetta bara alveg yndislegt ár. Rólegt og afslappað og bauð upp á mikla samveru með konu og börnum. Sumarið gaf aðeins meira svigrúm til að hitta sitt næstnánasta fólk á eftir þeim en ég naut þessa árs bara alveg til hins ýtrasta og mun ekki minnast þess sem einhverrar skelfingar heldur sem áhugaverðrar áskorunar og tilbreytingar.“ Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.

Nafnarnir og feðgarnir á Rauðasandi sumarið 2020

„Árið hefur verið einn risarússíbani með fallturni og öllu, ég er búin að ákveða að ég ætla að vakúmpakka þessu ári í reynslubankann og vona að ég þurfti aldrei að ná í neitt í þennan blessaða vakúmreynslubanka.“ Eva Ruza gleðigjafi.

|||
Eva Ruza
Mynd / Unnur Magna

„Þetta var árið sem við lærðum að meta margt sem okkur fannst sjálfsagt áður og persónulega var árið mikið þroskaskeið fyrir mig sem manneskju og fagmanns.“ Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri Hafnfirðings.

Olga Björt Þórðardóttir
Mynd / Aðsend

Greinin birtist áður í Vikunni 1.tbl. 2021.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -