2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Frænka Lindu Pé keppir í Miss Universe Iceland

  Kolfinna Mist Austfjörð er einn keppenda í Miss Universe Iceland sem haldin verður næstkomandi laugardag.

  Kolfinna semur og syngur sína eigin kántrítónlist og stefnir á að fara til Nashville að semja og taka upp efni. Unnusti hennar greindist með heilaæxli í fyrrasumar sem læknar töldu góðkynja og auðlæknanlegt en annað átti hins vegar eftir að koma á daginn.

  Kolfinna Mist segir það langþráðan draum hjá sér að keppa í fegurðarsamkeppni. „Frænka mín, Linda Pétursdóttir, var kjörin Ungfrú heimur áður en ég fæddist en ég man samt eftir því að hafa séð myndir af henni þegar ég var lítil þar sem hún var með kórónuna og mig langaði að taka þátt í fegurðarsamkeppni eins og hún. Ég hef alltaf litið upp til Lindu; hún er bæði alveg yndisleg manneskja og svo er hún ótrúlega dugleg. Hún hefur reynst mér vel í undirbúningnum fyrir keppnina og svarar mér alltaf þegar ég þarf einhverja hjálp. Þannig að það hefur blundað í mér draumur að taka þátt og mig hefur langað að taka þátt í Miss Universe Iceland frá því hún var haldin fyrst fyrir fjórum árum. En ég held ég hafi bara ekki verið tilbúin fyrr en núna.“

  „Ég hef alltaf litið upp til Lindu; hún er bæði alveg yndisleg manneskja og svo er hún ótrúlega dugleg.“

  Í júní í fyrra greindist unnustu Kolfinnu, Magnus, með illkynja heilaæxli. Kolfinna var að fara á næturvakt á hóteli þar sem hún vann á þeim tíma og ætlaði að leggja sig aðeins áður en hún færi í vinnuna en Magnus var frammi í eldhúsi að útbúa mat. „Ég vaknaði svo bara við öskur í honum og hljóp fram. Þá lá hann á eldhúsgólfinu; hann hafði fengið flogakast. Önnur höndin á honum hafði lent ofan í sjóðheitri olíunni á pönnunni og hann bæði brenndist og fingurbrotnaði við fallið.“

  Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  AUGLÝSING


  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Mynd / Unnur Magna
  Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is