Franz var rekinn frá Vísindakirkjunni fyrir að gagnrýna stofnanda hennar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Franz Gunnarsson, tónlistarmaður, fer yfir árið 2020, það góða og það slæma, bæði fyrir hann persónulega og almennt. Franz ákvað einnig að gefa út plötu og fékk hana í hendur korter í jól.

„Það besta við árið 2020 var að ákveða að gera plötu og gefa hana út áður en árið væri úti og fá vinylinn í hendurnar korter í jól,“ segir Franz, sem gefur tónlist sína út undir listamannsnafninu Paunkholm. „Almennt var geggjað að fá allar þessar netsölur í gang og ég náði að klára horfa á sjónvarpsþáttaraðir sem höfðu setið á hakanum. Já svo kom Playstation 5 sem var alveg frábært fyrir svona „nörd“ eins og mig. Besta samt almennt var framleiðsla bóluefna.“

Álitinn ruglaður í LA

Þegar Franz er beðinn um að nefna eitthvað skemmtilegt eða skrýtið atvik sem kom fyrir hann í fyrra, þá er hann ekki lengi til svars.

„Að vera staddur einn að borða á Grand Central Market í Los Angeles og horfa á Óskarsverðlaunin í beinni og gjörsamlega tryllast af gleði svo eftir var tekið þegar Hildur Guðnadóttir vann. Aðrir gestir héldu að ég væri eitthvað ruglaður. Svo þegar ég var búinn að borða og fór út úr mathöllinni þá var Vísindakirkjan þar fyrir utan með kynningarbása og reynt var að snara mig í söfnuðinn,“ segir Franz. „Ég lét til leiðast að prufa svona „E-meter“ tæki, en var rekinn á brott þegar ég fór að gagnrýna fræðilegan bakgrunn stofnanda kirkjunnar L. Ron Hubbart. Það var mjög skondið hversu litla þolinmæði þau höfðu fyrir rökræðum.“

Nýja platan
Mynd / Gaui H. Pic

Vírusinn það versta

Aðspurður um hvað var það versta við árið í fyrra, bæði persónulega og almennt, nefnir Franz kórónuveirufaraldurinn, en eins og alþjóð veit þá hefur hann enn verulegar afleiðingar fyrir líðan og afkomu fólks.

„Ekki annað hægt en að nefna þennan vírus, hann setti strik í reikninginn fyrir mig persónulega og fólki mér náið. Almennt var líka vont að vita af fólki í vanlíðan vegna covid, hinn þögla minnihluta sem er svo oft falinn, fólkið sem er ekki með sjúkdóminn sjálfan en þjáist engu að síður meira vegna hans. Svo bara var hrikalegt að horfa upp á sviðslistirnar settar í straff nánast allt árið og það er í raun ennþá allt í skralli.“

Lærðir þú eitthvað nýtt árið 2020?

„Ég lærði að nota Zoom og að kafa í Þingvallavatni. Prufaði nýjar pizzu útfærslur heimafyrir og blandaði saman mexican og italian grýtum í pottrétt, útkomurnar komu á óvart.“

Hvað kenndi 2020 þér?

„Meira æðruleysi og að við sem samfélag getum alveg gert magnaða hluti.“

Settir þú þér áramótaheit eða markmið?

„Synda meira, hjóla meira og jafnvel verður þetta árið sem ég byrja að hlaupa.“

Hvernig leggst nýja árið í þig, hvað er framundan á árinu, er eitthvað sem þú ætlar að gera meira af 2021 en þú gerðir 2020, hvað hlakkar þig mest til á árinu

„Ég vona að ég sé ekki að leggja álög á 2021 því 2020 átti að vera alveg geggjað ár enda fullt af plönum í gangi en svo breyttist árið bara í eintóm leiðindi, 7-9-13. Ég hlakka mest til að geta flutt lifandi tónlist fyrir tónleikagesti. Ég eins og annað sviðslistafólk er bara að bíða eftir að tilslakanir verði þannig að hægt verði að halda viðburði. Ég er með nokkur gigg sem bíða eftir að komast á svið og svo ætla ég að reyna fylgja plötunni minni eftir með tónleikahaldi. Ég vona svo bara að sumarið verði gott hérna heima því ekki miklar líkur eru á heimshornaflakki.“

Besta kvikmyndin 2020:
„Jojo Rabbit“

Besti sjónvarpsþátturinn 2020:
„Dark“

Besta lagið 2020:
„Weird Fishes“ – Lianne La Havas “

Besta bókin 2020:
„Jim Morrison: Life, death, legend“

Besta hlaðvarpið 2020:
„Hljóðkirkjan er með langbesta hlaðvarpið “

Annað gott við 2020:
„Blái Nocco. Alveg til í að kynna hann. Sendið mér skiló.“

Fylgjast má með Paunkholm á Facebook, Instagram og heimasíðu listamannsins.

Texti lagsins Tær von
af nýrri plötu Paunkholm

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -