Gaman á aðventu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Skipuleggðu bröns

Aðventan er á næsta leiti og því tímabært að lyfta sér aðeins upp. Prófaðu að skella í sælkerabröns á aðfangadag eða jóladag – eða einhvern annan dag um jólin. Skrifaðu niður hverjum þú vilt bjóða og hvað þú vilt hafa og sláðu til. Það er líka góð hugmynd að slá saman í bröns, nokkrir vinir eða systkini, þannig að hver og einn komi með eitthvað gott í brönsinn.

 

Láttu gott af þér leiða

Ef þú átt þess kost þá ættirðu að íhuga að láta eitthvað af hendi rakna til hjálparstofnana á borð við Samhjálp, Hjálpræðisherinn eða Mæðrastyrksnefnd. Þessar stofnanir gera fólki, sem annars á ekki kost á því, kleift að halda gleðileg jól.

 

Njóttu tónlistar

Fjöldi tónleika er í boði fyrir jólin. Sumir staðir bjóða upp á tónleika þar sem hægt er að sitja í huggulegheitum og sötra kaffi, bjór eða rauðvín og hlýða á huggulega tónlist. Kvöld í jólaljósalýstum miðbænum er einstaklega kósí. Skoðaðu dagskrá staðanna og veldu tónleika til að sækja.

 

Skoðaðu ljósadýrðina

Nú eru margir búnir að setja upp jólaljósin sem alltaf er jafngaman að skoða. Farðu í bíltúr eða göngutúr og skoðaðu dýrðina. Til þess að komast í alvörujólaskap er tilvalið að rista möndlur og taka með í kramarhúsi. Ef jólaskapið var ekki komið nú þegar þá tryggja jólaljós og möndlur að það komi til að vera.

 

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira