2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Geggjað að finnast maður nóg“

  Í 27. tölublaði Vikunnar ræddu fimm konur um líkamsímynd, sjálfstraust og fleira því tengt. Þær sögðu meðal annars frá því hvað þær gera til að líða vel í eigin skinni og hvað þeim finnst felast í góðri sjálfsmynd, sjálfstrausti og heilsu. Valentína Tinganelli, 31 árs, skó- og fylgihlutahönnuður og frístundaráðgjafi, er ein þessara kvenna.

  „Stattu með þér, gerðu allt sem þú getur til að læra að elska þig, þykja vænt um þig og vera þinn besti vinur,“ segir Valentína Tinganelli. Mynd/Unnur Magna

  „Ég hef verið í langri og strangri vinnu með mína sjálfsmynd sem er búið að vera erfitt því ég var minn versti óvinur. En það er geggjað að finnast maður nóg, nákvæmlega eins og maður er akkúrat á þessu augnabliki. Til að endurheimta mína jákvæðu sjálfsmynd stóð ég fyrir framan spegil á nærfötunum og hrósaði sjálfri mér. Ég reyndi að finna eitthvað sem mér gæti þótt jákvætt og á hverjum degi taldi ég upp hrósyrði sem ég hafði fengið frá öðrum. Hægt og rólega fór ég að sjá fallegu mig og það var mikill sigur.

  Ég tók líka mataræðið í gegn og fór að stunda líkamsrækt en það hjálpar ótrúlega mikið að fá útrás á lóðunum. Mér finnst jákvæð líkamsímynd felast í góðri og jákvæðri sjálfsmynd. Að elska það sem maður sér í speglinum á morgnana. Geta tekið hrósum án þess að afsaka sig, hugsa vel um sig andlega og líkamlega, standa með sjálfri sér og geta stólað á sig í mismunandi aðstæðum. Stattu með þér, gerðu allt sem þú getur til að læra að elska þig, þykja vænt um þig og vera þinn besti vinur. Þú ert frábær nákvæmlega eins og þú ert akkúrat núna; gleymdu því aldrei.“

  Umfjöllunin í heild sinni er í 27. tbl. Vikunnar og einnig var rætt við Birnu Írisi Jónsdóttur, Evu Ružu Miljevic, Katrínu Þóru Sigurbjörnsdóttur og Sædísi Karen Stefánsdóttur.

  AUGLÝSING


  Sjá einnig: Fimm á forsíðu ræða líkamsímynd og sjálfstraust
  og Enginn á að skipta sér af holdafari annarra
  og „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?“

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is