Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Gengið inn í fortíðina

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Heimsókn í Óbyggðasetur Íslands er sannkallað ævintýri þar sem hægt er að upplifa gamlan tíma á gömlum sveitabæ á Austurlandi. Staðarhaldarar hafa lagt mikinn metnað í staðinn í heild sinni og óhætt að segja að setrið framleiði minningar.

Á innsta byggða bóli í Norðurdal í Fljótsdal sáu forsvarsmenn tækifæri í sögu staðarins og nálægðinni við mestu óbyggðir Norður-Evrópu. Þar koma gestir í kyrrðina til að skynja og upplifa núið með því að ganga inn í fortíðina, sofa á safni, njóta afþreyingar, eins og að renna sér á endurgerðum kláfi yfir Jökulsá, veiða fisk eða leita uppi hreindýr, fara í reiðtúr um svæðið eða taka því rólega heima í húsunum og fræðast þar um lífið heimavið.
Það eru hjónin Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustubóndi, og Arna Björg Bjarnadóttir, sagnfræðingur og menningarmiðlari, sem hafa unnið að þessu verkefni um nokkurra ára skeið með það að markmiði að skapa heildaróbyggðaupplifun gegnum gistingu á safni, heimilislegan mat úr gæðahráefni, lifandi og sjónræna sýningu um óbyggðirnar og göngu- og hestaferðir.

Rætur þeirra hjóna liggja á landsbyggðinni, Steingrímur er ættaður úr Fljótsdal og var þar í sveit sem barn. Ástríða þeirra fyrir náttúru og sögu landsins er það sem hefur drifið verkefnið áfram. Steingrímur segir að á tímabili hafi Íslendingar viljað gleyma hversdagssögunni en við ættum auðvitað að upphefja það sem við eigum og erum.

Raunverulegar sögur

Óbyggðasetrið byggir á traustum grunni þar sem nokkrum ársverkum var í heimilda-, þróunar- og hönnunarvinnu áður en það opnaði formlega. Að auki veittu fjöldi fagaðila á sviðum menningar, sagnfræði og náttúru aðstoð og ráðgjöf. Eftir hönnunarstigið voru svo fengnir til leiks listamenn og leikmyndasmiðir til að koma hugmyndunum í framkvæmd og skapa ævintýraveröld því allir, ungir sem aldnir, vilja upplifa ævintýri, láta koma sér á óvart og fræðast um raunverulegar sögur í umhverfi sem gefur tóninn.

- Auglýsing -

Gestir og gangandi fræðast meðal annars um síðasta bæinn í dalnum þar sem níu af fjórtán systkinum bjuggu í félagsbúi allt til dánardags, fólk fær innsýn inn í hönnunar- og smíðavinnu þeirra, nýsköpunarhæfileika, listrænt auga, nýtni þeirra og skyggnigáfu. Gestir verða margs vísari, fá meiri skilning á náttúru og sögu og öðlast minningu um eitthvað einstakt og ekta.

- Auglýsing -

Opið allt árið

Það er upplagt að heimsækja Óbyggðasetrið hvenær sem er ársins. Það hentar til dæmis vinahópum af öllu tagi og fyrirtækjum sem bjóða upp á hvata- eða vinnuferðir en í boði eru sérsniðnir pakkar fyrir slíka hópa. Staðurinn er hugsaður þannig að auðvelt sé að setja upp fundavinnu- og fyrirlestraraðstöðu í óhefðbundnu umhverfi með skjávörpum og ljósleiðaratengingu. Sýningin hefur fengið góð viðbrögð og töluverða athygli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -