• Orðrómur

„Gerðu sem mest af því sem veldur þér kvíða“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Kvíði er viðbragð líkamans sem ræsist þegar möguleg hætta er til staðar. Kvíði, hræðsla, streita er allt missterkt form af sama viðbragðinu,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðusálfræðingur Kvíðameðferðarstöðvarinnar í viðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar.

„Kvíði er heilbrigt viðbragð sem hefur stuðlað að afkomu okkur í áranna rás og er ætlað að halda okkur á lífi. Kvíðinn er verndandi tilfinning sem bætir frammistöðu okkar upp að vissu marki, annars myndi maður örugglega aldrei mæta á réttum tíma í vinnu, eða gæti sofnað í prófi. Þannig að kvíði er tilfinning sem við viljum hafa upp að vissu marki, en ekki of sterka af því þá er hún óþægileg.“

Sóley Dröfn Davíðsdóttir
Mynd / Sunna Ben

- Auglýsing -

Hvernig er best að takast á við kvíða?

„Það fer auðvitað eftir hvers eðlis kvíðinn og því er meðferðin sniðin að hverjum og einum. Þumalfingursregla er að gera sem mest af því sem maður kvíður fyrir, sem oftast, láta ekki langt líða á milli og dvelja sem lengst í einu. Fólk fer oft að forðast það sem vekur hjá því kvíða. Okkar ráð er: „Gerðu sem mest af því sem veldur þér kvíða“,“ segir Sóley og nefnir sem dæmi:

„Ef einstaklingi finnst erfitt að fara í lyftu, þá myndu flestir reyna að koma sér hjá því og telja sér trú um að það sé bara hollt að taka stigann, sem það í sjálfu sér er. Ég myndi segja viðkomandi: „Nei, nei, taktu lyftuna upp og niður og alveg út í það óendanlega, þangað til þú ert orðinn hundleið/ur á því. Sæktu í allar lyftur sem þú sérð og byrjaðu á lyftu sem er minna ógnvænleg og jafnvel með einhverjum. Síðan með færri og svo jafnvel bara með farsímann, þar til þú sleppir honum. Fara alltaf í þrengri og þrengi og ljótari lyftur.“

- Auglýsing -

Gríptu Vikuna á næsta sölustað eða í vefverslun okkar.

Lestu viðtalið við Sóleyju Dröfn í heild sinni og umfjöllun um þjóðþekkta einstaklinga sem hafa opnað sig um kvíða í Málinu í Vikunni. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -