• Orðrómur

„Þá fékk ég þessa hugmynd að gifta mig bara“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Berglind Guðmundsdóttir, eigandi matarbloggsins Gulur, rauður, grænn & salt, skellti sér einsömul í þriggja vikna ferðalag um Ítalíu í sumar. Hún leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með ferðalaginu og meðal annars sýndi hún frá brúðkaupi sínu á eyjunni Salina þar sem hún giftist sjálfri sér.

Berglind er ófeimin við að vera hún sjálf, hefur gaman af lífinu og vill hjálpa öðrum að láta drauma sína rætast.

„Ég horfi á það þannig að lífið ákveður sumt fyrir mann,“ segir Berglind brosandi þar sem hún situr á móti blaðamanni á kaffihúsi í Perlunni. „Og þessi ferð var ákveðin fyrir mig. Ég er dálítið forlagatrúar og hugsa alltaf að hlutirnir gerist af því að þeir eigi að leiða mig á góðan stað. Að allt, jafnvel erfiðleikar, hafi tilgang, þroski mann og leiði mann áfram yfir í eitthvað gott eða á einhvern stað sem maður myndi annars ekki fara á sjálfur.“

Berglind dvaldi meðal annars á eyjunni Salina sem hún segir vera yndislegan og friðsælan stað. Þar sé í raun ekkert hægt að gera nema njóta, enda sé sagt að þurfi maður frí frá fríinu eigi maður að fara þangað.

- Auglýsing -

„Eyjan er svo ótrúlega falleg og andinn þar svo góður. Ég hugsaði með mér þegar ég gekk þarna um eyjuna að ef maður ætti einhvern tíma eftir að gifta sig, þá færi maður til Salina til að gera það. Hún segist hafa haldið að hún ætti að tékka sig út af hótelinu á sunnudegi og ætlaði því að njóta laugardagsins í rólegheitunum og slaka á. Annað kom á daginn. Berglind átti að tékka sig út á laugardeginum en allt bjargaðist þetta nú og hún gat fengið að dvelja eina aukanótt á hótelinu.

„Ég er dálítið forlagatrúar og hugsa alltaf að hlutirnir gerist af því að þeir eigi að leiða mig á góðan stað.“

Úr því að Berglind var óvart einum degi lengur en hún hefði átt að vera segist hún hafa hugsað með sér að það hlyti að vera eitthvað sérstakt sem henni væri ætlað að gera.

Berglind prýðir forsíðu 35. tölublaðs Vikunnar.

- Auglýsing -

„Ég fór á ströndina, fékk mér smávegis freyðivín og var svona að spá hvað ég ætti að gera. Og þá fékk ég þessa hugmynd að gifta mig bara. Ég væri hvort eð er búin að vera að hugsa svo mikið um þetta brúðkaupsdæmi og samtalið við börnin mín um að giftast sjálfri mér. Ég vissi svo sem ekki hvernig nákvæmlega ég ætlaði að gera þetta; vissi bara að mig langaði að gera þetta á táknrænan hátt og almennilega. Ég gekk niður í bæ, þar sem er ótrúlega falleg göngugata með litlum, sætum búðum, og keypti mér hring.“

Viðtalið í heild sinni mál lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir í dag.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -