Gínur Rihönnu vekja lukku

Gínurnar sem Rihanna notar í verslun sinni eru íturvaxnari en gengur og gerist þegar kemur að gínum.

 

Gínur sem tónlistakonan Rihanna notar í Fenty pop up-verslun sína í New York hafa vakið mikla athygli. Gínurnar eru íturvaxnari en gengur og gerist.

Gínurnar hafa vakið lukku og netverjar hafa margir tjáð sig um málið og lýst yfir ánægju sinni á samfélagsmiðlum.

„Vá, þessi gína er í laginu eins og ég,“ skrifaði ein. „Þessi gína er með smá maga og mjaðmir. Rihanna skilur þetta,“ skrifaði önnur.

AUGLÝSING


Þess má geta að íþróttavöruframleiðandinn Nike rataði í fjölmiðla fyrr í mánuðinum þegar gínur í stærri stærðum voru teknar í notkun í flaggskisverslun Nike í London.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is