2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Góð grillráð sem gott er að hafa í huga

  Að grilla er skemmtileg eldunaraðferð og snýst um mun meira en henda kjötbitum á heita grind og brenna þær svolítið. Grænkerar kunna vel að meta grillmat og hægt er að skapa ómótstæðilega eftirrétti á heitu grilli. Ef nokkur atriði eru höfð í huga er hægt að skapa veislumat með þessari aðferð um hverja helgi.

   

  Prófið eitthvað nýtt

  Alls konar sveppir eru mjög góðir grillaðir. Portobello-sveppir, kastaníusveppir, kantarellur og shitake eru skemmtileg blanda en einnig margs konar villisveppir, nú þegar haustuppskeran fer að skila sér í hús hjá sveppatínslufólki.

  Blönduð áferð

  AUGLÝSING


  Oft er gaman að blanda saman mismunandi áferð. Þegar grænmeti er grillað er gaman að setja saman hart blómkál, brokkólí, gulrætur og rófur með mýkri matartegundum á borð við sveppi, ávexti eins og mangó og fleira. Mjög bragðgott er að leggja þykkara og harðara grænmeti í maríneríngu eða pensla það með grillsósu.

  Ekki of mikla olíu

  Ef mikil olía er í maríneringunni er ekki gott að bæta olíu á matinn. Í raun þarf að passa vel hversu mikið er notað af henni því það kviknar strax í henni og það getur spillt matnum. Margir kokkar kjósa að nudda kjöt og fisk með olíu fremur en pensla og hið sama gildir um grænmeti, það ætti aldrei að hella olíu yfir það áður en það er grillað. Mun betra er að setja svolítið í lófann og nudda síðan vel.

  Hnetur og grill

  Alls konar hnetur og fræ gefa góðan keim sem á sérlega vel við grillaðan mat. Fræ af öllu tagi passa mjög vel í maríneringu. Þau hanga utan á grillsneiðunum og ristast sem gefur einstakt bragð sem næst ekki með neinum öðrum hætti. Góð aðferð til að grilla grænmeti er að koma því fyrir á bakka og þá má strá yfir muldum hnetum eða möndlum.

  Grillað rauðkál með hnetusmjörssósu

  1 rauðkálshaus
  1 tsk. sesamolía
  2 hvítlauksrif, marin
  nokkur lauf af basilíku eða myntu
  salt og pipar eftir smekk

  Rauðkálið er skorið í átta hálfmánalagaða bita eftir endilöngu og þá er gott að halda stilknum heilum svo laufin skiljist ekki að. Leggið þá á borð eða bökunarplötu og nuddið með olíunni og hvítlauknum. Stráið salti og pipar yfir. Grillið á öllum hliðum þar til kálið er orðið dökkt og jafnvel farið að brenna svolítið.

  Sósan:

  1 bolli hnetusmjör
  safi úr þremur límónum
  1/3 bolli sojasósa
  2 tsk. sriracha-sósa
  1 tsk. ferskur engifer, saxaður
  1 tsk. hvítlaukur, marinn
  ½ tsk. reykt paprika
  1 bolli kókoshnetuvatn
  ¼ bolli ferskur kóríander, saxaður

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is