Góðar bækur bæði í sól og regni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hvort sem menn ætla að vera heima við eða fljúga út í sólina í sumar er gott að hafa góða bók við höndina. Hér eru nokkrar góðar.

 

Fín afþreying

Þjóðsagan um langa granna manninn varð til í júní árið 2009 á síðunni Something Awful Internet forum. Eric Knudsen bjó hann til og birti mynd af ógnvekjandi fígúru í hópi barna. Langi granni maðurinn, eða Slenderman, á að elta uppi börn og gera þeim alls konar óskunda og fá þau til að fremja morð.

Stóri maðurinn eftir Phoebe Locke hverfist um þessa óhugnanlegu sögu og gerist á nokkrum tímaskeiðum. Þegar Sadie er barn, ung kona og móðir og svo eftir að dóttir hennar er vaxin upp. Þetta er ágætlega skrifuð bók, nokkuð langdregin, en fín afþreying. Árni Óskarsson þýddi. Útg. Veröld.

Stóri maðurinn eftir Phoebe Locke.

Eru peningar aðalatriðið?

Múttan eftir Hannelore Cayre í þýðingu Hrafnhildar Guðmundsdóttur er frumleg og skemmtileg glæpasaga og örugglega með þeim bestu sem lesendur eiga eftir að rekast á í ár. Patience Portefeux er á þeim virðulega aldri, fimmtíu og þriggja ára með tvær uppkomnar dætur í háskólanámi og móður á hjúkrunarheimili sem hún þarf að framfleyta og styðja. Hún vinnur sem þýðandi og túlkur fyrir franska dómsmálaráðuneytið og er á skítalaunum.

Hún þýðir úr arabísku á frönsku og ver flestum dögum í að snúa samtölum og framburði eiturlyfjasala og annarra glæpamanna. Dag nokkurn eygir hún tækifæri til að breyta lífi sínu og grípur það. Tilveran flækist þá umsvifalaust enda á Patience kærasta í löggunni. Útg. Mál og menning.

Múttan eftir Hannelore Cayre .

Sönn verðmæti

Blá eftir Maju Lunde í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur er í senn spennandi ráðgátusaga og nöturleg framtíðarsýn. Hún segir sögu Davids árið 2041 á örvæntingarfullum flótta um Suður-Evrópu með litlu dóttur sína, Lou, í leit að konu sinni og syni. En einnig frá Signe árið 2017, sjötugrar konu er leggur upp í hættulega siglingu til að finna svör við hvers vegna líf hennar þróaðist eins og það gerði.

Signe leitar manns sem hún eitt sinn elskaði en David og Lou finna bátinn hennar vel falinn á eyðibýli úti í sveit. Báðir þessir þræðir eru spennandi og grípandi og í lokin koma þeir saman á fallegan hátt. Útg. Mál og menning

Blá eftir Maju Lunde

Fótbolti og vinátta

Barist í Barcelona eftir Gunnar Helgason er ný saga um vinina Jón, Ívar og Skúla. Þessa ungu Þróttara sem hafa ódrepandi áhuga á fótbolta og vita um hvað sönn vinátta snýst. Þeir fá inni í fótboltaakademíu FC Barcelóna og ætla sér aldeilis að sýna hvað í þeim býr. Allir þrá þeir heitast af öllu að spila sem atvinnumenn hjá einhverju stórliðinu.

Rósa, vinkona þeirra er líka í borginni að spila með U19-landsliðinu og þar sem þessir krakkar koma saman er alltaf stutt í vviliðinu og þar sem þessir krakkar koma saman er alltaf stutt ævintýri. Gunnar er skemmtilegur unglingabókahöfundur og kann vel þá list að koma góðum skilboðum til skila á áhugaverðan hátt. Útg. Mál og menning

Barist í Barcelona eftir Gunnar Helgason .

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira