Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Góðar matarvenjur lykilatriði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lykillinn að því að hrista af sér aukakílóin er að reyna að venja sig á góðar matarvenjur dagsdaglega.

Einnig er gott að hafa í huga að fylgja hollu mataræði áttatíu og fimm prósent tímans og leyfa sér pínulítið af því sem þig langar í einu sinni í viku.

Að hrista af sér aukakílóin getur verið hægara sagt en gert og margir hafa prófað einhvers konar megrunarkúr yfir ævina. Í hinum vestræna heimi verður fólk hins vegar sífellt feitara og feitara og margir sérfræðingar vilja meina að kúrar séu einmitt hluti vandans. Í stað þess að gera alvörulífsstílsbreytingu er leitað að skjótri lausn. Lykillinn er að reyna að venja sig á góðar matarvenjur dagsdaglega. Talað er um að það taki 18-250 daga að venja sig á eitthvað nýtt til að það verði fólki  eðlislægt. Hér eru nokkur góð ráð.

Horfast ekki í augu við matarvenjurnar
Freistandi er að fara á strangan megrunarkúr í skamman tíma sem gefur skjótan árangur. Sá árangur endist þó ekki lengi því þú hefur hvorki breytt neinu sem viðkemur viðhorfi þínu til matar né matarvenjum. Þú þarft að horfast í augu við ástæðuna fyrir því að þú byrjaðir að þyngjast til að byrja með; borðar þú óhollan mat, eru skammtastærðirnar of stórar eða borðar þú til að drepa tímann. Það er ekki fyrr en þú áttar þig á óvenjum þínum að þú getur breytt til betri vegar þegar til langs tíma er litið.

Erfiðara með aldrinum
Eftir því sem við eldumst þá missum við vöðvamassa, eða allt að átta prósent á áratug eftir þrítugsaldur. Þetta hefur þau áhrif að það hægist á grunnbrennslu okkar og við getum þá farið að þyngjast og erfiðara að léttast. Konur eru almennt ekki nógu duglegar að byggja upp vöðvamassa, margar óttast að þær verði of „massaðar“ en það eru óþarfaáhyggjur. Það er mikilvægt að passa að borða nóg prótín og lyfta lóðum til að halda vöðvunum við.

Svefn mikilvægur
Svefn hefur meiri áhrif á þyngd okkar en við gerum okkur grein fyrir. Rannsóknir hafa sýnt að ónógur eða lélegur svefn fær okkur til að borða nokkur hundruð aukahitaeiningar á dag í formi sykur- og fituríkrar fæðu. Ef þið eruð þreytt nennið þið síður að huga að heilsunni og leitið eftir skjótum orkugjafa. Um leið og svefninn kemst í gott lag þá mun þyngdartap fylgja.

Enginn er fullkomin öllum stundum
Hver kannast ekki við að langa miklu meira í allt sem maður má ekki fá um leið og byrjað er í megrun. Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær maður fellur í þá gryfju að leyfa sér eitthvað óhollt. Vandinn er sá að margir gefa bara allt upp á bátinn um leið og þeim mistekst. Mikilvægt er að sætta sig við eitt skref aftur á bak en halda áfram og reyna að gera betur næsta dag. Einnig er gott að hafa í huga að fylgja hollu mataræði áttatíu og fimm prósent tímans og leyfa sér pínulítið af því sem þig langar í einu sinni í viku.

Streita
Streita hefur slæm áhrif á alla starfsemi líkamans. Þegar við erum undir miklu álagi hættir okkur til að borða meira af sykruðu eða feitu fæði því það örvar ánægjustöðvar heilans og lætur okkur líða vel. Það sem meira er þá ýtir stresshormónið kortisól undir þyngdaraukningu, sérstaklega yfir líkamann miðjan sem er hættulegt heilsu okkar. Það er auðvitað ekki einfalt að takmarka alla streitu í lífi okkar en við getum reynt að ná tökum á henni án þess að leita í óhollan mat. Líkamsrækt á borð við jóga getur líka hjálpað því þar styrkjum við líkamann en vindum einnig ofan af huganum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -