• Orðrómur

Golf og gleði á árlegu golfmóti FKA: Vináttu- og viðskiptasambönd myndast

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Árlegt Golfmót hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu, FKA haldið á Hótel Hamri dagana 3. – 5. júni 2021.

Fjölmörg vináttu- og viðskiptasambönd hafa myndast á golfmóti hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu, FKA. Það var því mikil gleði þegar konur sameinuðust á árlegu golfmóti en mótin hjá FKA eru ýmist haldin hérlendis eða erlendis.

„Konur sem taka þátt í golfmóti FKA verða að vera með skráða forgjöf og vera til í að njóta nokkra daga í röð því dagskráin hér er frá morgni til kvölds,“ segir Bryndís Emilsdóttir formaður Golfnefndar FKA.

- Auglýsing -

Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir, Bryndís Emilsdóttir formaður nefndar, Soffía Theodórsdóttir, Helga Björg Steinþórsdóttir, Elfa Björk Björgvinsdóttir og Ragnheiður Friðriksdóttir sem eru hluti af glæsilegri golfnefnd FKA 2020-2021.

Margrét Sanders, Jónína A. Sanders, Soffia D. Halldorsdottir og Danielle Neben.

„Það er óhætt að fullyrða að það er oft og iðulega sem vináttu- og viðskiptasambönd myndast á golfvellinum og það er þannig á árlegu golfmóti FKA. Svo vorum við með golfnámskeið á golfæfingasvæðinu í Básum, fyrir félagskonur sem vildu kynna sér sportið og eignast golfvinkonu þannig að golfsumarið er hafið hjá reynslumiklum golfurum og nýjum konum í sportinu hjá FKA,“ bætir Bryndís við.

- Auglýsing -

Hildur Árnadóttir og Ragnheiður Friðriksdóttir.

Bryndís Emilsdóttir formaður nefndar og Ragnheiður Friðriksdóttir með hluta af glæsilegum vinningum.

„Golfmót FKA var haldið á Hótel Hamri dagana 3. – 5. júni 2021 en FKA heldur glæsilegu golfmótin sín hérlendis og erlendis til skiptis og það nærir andann að verja tíma á vellinum með góðum konum og verja tíma saman. Það var komin uppsöfnuð þörf á gæðastundum saman og því var mikil ánægja með golfmótið hjá félagskonum FKA sem stunda golf. Það er ákveðinn kjarni sem er í golfinu og hópurinn fer stækkandi í FKA eins og víðast annarsstaðar enda eina vitið að setja sig á dagskrá og leyfa sér að eiga áhugamál. Konur verða að gera það.“

- Auglýsing -

Sigríður Kolbeinsdóttir, Hafdís Karlsdóttir, Heiða, Margrét Jónsdóttir

Heiða, Sigríður, Margrét og Hafdís komnar í balldressið.

„Við stefnum við á að fara erlendis á næsta ári en næst á dagskrá er að taka 18 holur næstu daga. Það er mikil heilsuefling sem við fáum út úr notalegri samveru á golfvellinum. Golfnefndir FKA eru þekktar fyrir að slá í gegn og það breytist ekkert,“ segir Bryndís sem vill koma sérstöku þakklæti fyrir veglega vinninga og glaðninga til að afhenda á mótinu og á verðlaunaafhendingu á lokakvöldinu.

Sólveig Pétursdóttir og Bryndís Emilsdóttir formaður golfnefndar FKA 2020-2021.

Fjóla G. Friðriksdóttir hjá SPA of ICELAND að taka á móti viðurkenningu frá formanni golfnefndar.

Elfa Björk Björgvinsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Björk Jóhannsdóttir og Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir.

Það átti að taka með golfskó og djammskó enda fjörið mikið og hver mínúta nýtt í að efla andann og njóta gæðastunda saman.

Sigrún Trausta, Björk Jóhannsdóttir, Júlíanna Sigurðardóttir og Stella Víðisdóttir.

Ingibjorg Kristófersdóttir viðskiptakona á vellinum.

Elfa Björk Björgvinsdóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir golfkona hjá Hótelrekstri. Ragnheiður var með fræbært erindi um golfið og fór vel yfir aðstæður og áskoranir á vellinum sem hún þekkir vel eftir ferilinn sinn í sportinu.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -