2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Gómsætur veganréttur – Grísk kofta-spjót

  Matarbloggarinn Steinunn Steinarsdóttir hefur verið vegan frá árinu 2016. Hún heldur úti síðunni A bite of Kindness. Steinunn gefur hér lesendum uppskriftir að girnilegum lágkolvetna-veganrétt.

   

  Grísk kofta-spjót

  • Rétturinn er áætlaður fyrir fjóra og úr uppskriftinni er hægt að gera átta spjót.
  • Í einum skammti eru um það bil 248 hitaeiningar og 2,8 net carbs.

  400 g plöntuhakk
  ½ rauðlaukur
  1 hvítlauksgeiri
  ¼ bolli pistasíuhnetur
  1 tsk. salt
  1 tsk. svartur pipar
  1 tsk. rauðar chili flögur
  1 tsk. kóríanderfræ
  1 tsk. broddkúmenfræ (cumin)
  10 g fersk, söxuð mynta
  10 g ferskt, saxað rósmarín

  Myljið kóríander- og broddkúmenfræin í mortéli eða matvinnsluvél. Bætið pistasíuhnetunum við og myljið þær einnig.

  AUGLÝSING


  Saxið myntuna og rósmarínið smátt og pressið hvítlaukinn. Setjið plöntuhakkið, kryddin og hneturnar saman í skál og hnoðið saman. Mótið bollur utan um grillspjót og kælið í um það bil 30 mín. í kæli.

  Grillið bollurnar í um það bil 5-10 mín. á hvorri hlið, eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Berið fram með tzatziki-sósu, ólífum, vegan-fetaosti og góðu salati.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is