Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Gott að hefja nýjan kafla um áramót

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý þjálfari, segist alltaf vera að setja sér markmið í lífinu, það tengist ekki endilega áramótum. Hins vegar séu áramót nýtt upphaf og þá sé tilvalið að setjast niður og líta yfir farinn veg og hefja nýjan kafla eða halda áfram að skrifa þá kafla sem eru hafnir.

„Ég er búin að setjast niður og skrifa niður markmið fyrir árið 2021,“ segir Gurrý spurð hvort hún ætli að strengja áramótaheit í ár. „Ég vil ekki kalla þetta áramótaheit, heldur ásetning sem getur mótast og breyst yfir árið. Ég nota þetta til þess að horfa fram á við og til þess að staðna ekki í orkunni minni.“

Gurrý segist hafa haft mjög persónulegan ásetning fyrir árið 2020 og það hafi svo sannarlega reynt á það markmið í öllu því umróti sem þetta ár bar með sér.

„Í lok hvers árs skrifa ég hvað ég vil gera eða hverju ég vil breyta í lífi mínu fyrir komandi ár,“ útskýrir hún. „Fyrir árið 2020 var ég með mjög persónulegan ásetning sem var tengdur minni andlegu líðan í stað einhvers veraldlegs og ég fékk svo sannarlega tækifæri til þess með öllu sem gekk á. Ég er alltaf að setja mér markmið, eða að gera eitthvað sem hvetur mig áfram, hvort sem það er að hlaupa fimm kílómetra á góðum tíma eða að ástunda jóga í tíu mínútur á dag í heilan mánuð. Þetta tengist vanalega ekki nýju ári, en við upphaf nýs ár kemur ný byrjun og er það því góður tími til að setjast niður og líta yfir farin veg og hefja nýjan kafla eða halda áfram að skrifa þá kafla sem eru hafnir.“

Hvaða aðferð gefst best til að standa við heitin samkvæmt þinni reynslu?

„Það er mjög mikilvægt að skrifa niður hvað þú ætlar að gera,“ fullyrðir gurrý. „Gott er að velja þau atriði vandlega og fara reglulega yfir þessa hluti yfir árið og hafa hugfast hvað þú ætlar að gera. Ég persónulega nota bók sem ég hef alltaf á jógadýnunni minni og kíki reglulega í hana. Gott er að merkja við hversu langt þú ert komin/n að þeim markmiðum sem þú settir þér í upphafi. Ég vil hvetja fólk til þess að hafa reglubundna hreyfingu sem eitt af sínum atriðum, því það er svo margt að vinna og mörgu að tapa ef hreyfingin mætir afgangi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -