Gott kaffi hollara

Deila

- Auglýsing -

Gott kaffi talið hollara en moðsuðan úr litlu sjálfvirku könnunum.

Gott kaffi eins og cappuccino, espressó og annað kaffi sem hellt er upp á með því að hleypa gufu í gegnum það eða alveg sjóðandi vatni er mun hollara en moðsuðan úr litlu sjálfvirku könnunum. Óhollar olíur og ýmis römm bragðefni skolast frekar úr kaffinu með því móti og eins drekkur fólk minna af þannig kaffi.

Ódýrt kaffi verður betra þegar hellt er upp á í vönduðum könnum og bragðgæði sælkerakaffis skerðast ekkert. Það þarf enn fremur minna af kaffi til að ná fram sama bragði þegar hellt er upp á með sjóðandi heitu vatni en þegar vatnið nær aðeins 90°C eins og algengt er í sjálfvirkum könnum. Þótt vandaðar, öflugar kaffikönnur séu dýrar eru þær því arðbær fjárfesting sem borgar sig þegar til lengri tíma er litið.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

 

- Advertisement -

Athugasemdir