2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Greiningartímabil er langur og erfiður tími“

  Elín Sandra Skúladóttir greindist með brjóstakrabbamein árið 2017. Þrátt fyrir að krabbameinslæknirinn hennar segðist telja líklegt að æxlin myndu ekki minnka nema um helming, hurfu þau.

   

  Elín, sem starfar hjá Fjármálaeftirlitinu og sem jógakennari, segist hafa verið hraust kona og taldi sig undanskilda krabbameinsógninni.

  „Ég veit það hljómar furðulega að ég taldi mig bara sleppa, en ég held samt að margir tengi við það. Ég hélt einfaldlega að ég gæti ekki fengið krabbamein og greiningin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Meira að segja þótt bæði amma mín og móðurbróðir minn hafi dáið úr krabbameini og langamma mín fengið krabbamein,“ segir Elín sem prýðir forsíðu Vikunnar að þessu sinni.

  Hún segist hafa þurft að bíða í um það bil tvo mánuði eftir að fá nákvæma greiningu og biðin hafi verið erfið.

  AUGLÝSING


  „Ég vissi ekkert hverju ég ætti von á. Og þetta greiningartímabil frá því að maður uppgötvar að maður er í vandræðum þangað til maður fær í rauninni að vita hversu miklum vandræðum, er langur og erfiður tími. Það er eins og maður sé í þvottavél og þeytist á milli án þess að vita hvað er að fara að gerast. Það kom í ljós að þetta voru tvö illkynja æxli og þau voru orðin svolítið stór. Þetta var hormónatengt og hraðvaxandi þannig að þetta var alvarlegt. Og svona til að bæta gráu ofan á svart var maðurinn minn, Haukur Sigurðsson, í rauninni að upplifa þetta í annað sinn því hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini árið 2009 og sonur hans móður sína.“

  „Það sem keyrir mig líklega mest áfram eru þeir sem eru ekki veikir.“

  Elín fékk þá hugmynd í miðri lyfjameðferð að halda ráðstefnu um áhrif mataræðis á heilsu. Ráðstefnan verður haldin í Silfurbergi Hörpu þann 16. október næstkomandi og rennur ágóði af miðasölu í Ljósið. Þeir sem munu halda erindi á ráðstefnunni, auk Elínar, eru meðal annars bandaríski næringarfræðingurinn Brenda Davis, hjartalæknirinn Caldwell Esselstyn og blóðmeinalæknirinn Shireen Kassam.

  Elín segist með ráðstefnunni vilja fræða fólk og hún Elín segir að ráðstefnan sé ekki bara ætluð þeim sem hafi greinst með krabbamein.

  „Ég hugsa þetta fyrir þá sem eru búnir að breyta og vilja vera heilsusamlegir í breytingunum. En ég hugsa þetta líka fyrir þá sem eru veikir og vilja gefa sjálfum sér forskot. En það sem keyrir mig líklega mest áfram eru þeir sem eru ekki veikir; að þeir verði það ekki. Það skiptir mig miklu máli. Forvarnirnar eru svo mikilvægar.“

  Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur út í dag.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson
  Förðun / Emilíanna Valdimarsdóttir, förðunarfræðingur hjá Urban Decay
  Föt / AndreA by AndreA

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is