• Orðrómur

Grindavík – ekki bara gos og hraun

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á hefðbundnum tímum lætur Suðurnesjabærinn Grindavík lítið yfir sér, aðkomumaður sem keyrir hratt í gegnum fyrsta hringtorg bæjarins til að fara Suðurstrandarveginn verður var við fátt annað en hús, einstaka bíla, örfáa íbúa á rölti og frekar litlausan og ólíflegan bæjarbrag.

En líkt og gosið sem kraumaði í jörðu niðri á Reykjanesskaganum í marga mánuði áður en það gaus, kraumar blómlegt mannlíf og menningarlíf í rokinu sem einkennir þennan nafla alheimsins, eins og margir innfæddir kalla bæinn sinn. Ef þú rýnir inn í bæinn sérðu glitra á allt þetta líf og meira til.

Samfélag sem stendur saman

- Auglýsing -

Líkt og í mörgum smærri samfélögum gegna margir bæjarbúar fleiri hlutverkum, margra barna móðirin sem leiðbeinir börnum annarra í dagvinnunni, er til dæmis einnig sjómannskona, dóttir, amma, vinkona, félagi í slysavarnadeild og Rauða krossinum og syngur í nýstofnuðum kvennakór Grindavíkur. Á meðan er sjómaðurinn, eiginmaður hennar, félagi í Lionsklúbbi Grindavíkur og björgunarsveitinni Þorbirni. Saman eru þau svo skráð í Hjónaklúbb Grindavíkur og spila golf af og til á 18 holu golfvelli Golfklúbbs Grindavíkur.

Mörg félög eru í bænum, þar sem félagsmenn vinna sjálfboðavinnu og láta gott af sér leiða fyrir samfélagið allt. Nú á gostímum ber nöfn Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og slysavarnadeildarinnar Þórkötlu hæst, en einnig má nefna unglingadeildina Hafbjörgu sem er innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Lionsklúbb Grindavíkur og kvenfélagið. Kirkjustarf er öflugt, 12 spora vinna og AA-fundir.

Félagskonur í Slysavarnadeildinni Þórkötlu stóðu gosvakt í björgunarsveitarhúsinu

- Auglýsing -

Blómlegt félags- og íþróttastarf

Félagsstarf er talsvert og er Pílukastklúbbur Grindavíkur sá nýjasti. Þrátt fyrir að sportið sé tiltölulega nýtt í bænum þá státar hann af því að eiga Íslandsmeistara í pílukasti, Pál Árna Pétursson, sem vann annan heimamann á Reykjavíkurleikunum nú í febrúar. Einnig má nefna Skógræktarfélag Grindavíkur, Fjáreigendafélag Grindavíkur, Brimfaxa – hestamannafélag Grindavíkur, Hjónaklúbb og Unghjónaklúbb.
Átján holu golfvöllur er rétt fyrir utan bæinn og segja kunnugir völlinn einn þann skemmtilegasta á landinu. Íþróttastarf UMFG er síðan blómlegt í nýlegu íþróttamannvirki, og eru fótbolti, körfubolti og fimleikar á meðal íþróttagreina. Júdó og taekwondo eru einnig á dagskrá, þótt minna fari fyrir þeim en boltanum. Arnar Már Jónsson aflraunamaður stýrir júdódeildinni, en hann ber einnig ábyrgð á Sterkasti fatlaði einstaklingur heims. Einn fremsti MMA-kappi landsins, Björn Lúkas Haraldsson, var alinn upp á júdómottunni og fór sjálfur að þjálfa júdó og taekwondo, áður en hann hóf að keppa í MMA.

Björn Lúkas Haraldsson

- Auglýsing -

Útihátíðavertíðin hefst í Grindavík

Grindavík er útgerðarbær og höfnin lífæð samfélagsins. Árlega er haldin hátíð til heiðurs sjómönnum, Sjóarinn síkáti, sem hefst á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi á sjómannadeginum sjálfum, sem er fyrsti sunnudagur í júní. Hátíðin er orðin fjölsótt fjölskylduhátíð og sú fyrsta í dagatali landsmanna yfir bæjarhátíðir ársins. Nágrannabæjarfélagið Reykjanesbær, slær svo botninn í vertíðina með Ljósanótt, sem haldin er fyrstu helgina í september.

Bæjarbúar taka hátíðina með trompi og margir fara offari í skreytingum heima fyrir; á eigin húsi, garði og götu. Hörð en góðlátlegt samkeppni er milli hverfanna fjögurra sem bænum er skipt í þessa daga, þar sem fjórir litir ráða ríkjum, götugrill eru haldin, skrúðganga, bryggjuball og alls konar keppnisþrautir við bryggjuna eru á meðal viðburða sem enginn má missa af. Fyrirgefðu, elsku Reykjavík, heimabærinn minn, en Hátíð hafsins er lítil ýla samanborin við Sjóarann síkáta. Því Grindvíkingar fara „all-in“ þegar kemur að því að skemmta sér og gestum sínum.

Trommað af krafti í appelsínugula hverfinu

Upplifðu Reykjanesskagann á hjólum

Fjölskyldufyrirtækið 4×4 býður upp á fjórhjólaferðir um Reykjanesskagann, þar sem staðir eins og Kleifarvatn, Seltún, Krýsuvík og Vigdísarvellir eru á meðal áfangastaða. Gossvæðið er einnig komið á dagskrána, og geta áhugasamir að auki leigt sér rafhjól til að hjóla að gossvæðinu. Buggy-bílar eru einnig í boði. Fararstjórar eru þrautreyndir og þægilegir heimamenn, sem þekkja svæðið eins og lófann á sér.

Upplifðu Reykjanesið á fjórhjóli

Heimamenn sjá um eldamennskuna

Það fer enginn svangur frá Grindavík, enda fjöldi frábærra veitingastaða í bænum, sem langflestir eru í eigu heimamanna, þar sem kokkarnir eru einnig heimamenn. Heilsuréttir Hjá Höllu spurðust hratt út og daglega sendir staðurinn matarpakka til fjölda einstaklinga og fyrirtækja á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, auk þess að reka veitingastað og bjóða upp á eldfjallanesti. Salthúsið, timburhúsið þegar komið er í bæinn og Fish House bjóða upp á framúrskarandi fiskrétti Björn Lúkas Haraldssonauk fjölda annarra rétta, Papas Pizza er með pítsur og fleira, og kaffihúsið Bryggjan býður upp á humarsúpu, sem lofuð er langt út fyrir bæjarmörkin. Í húsinu var áður netagerð og er haldið í sjómannsbraginn í húsinu. Sjómannsstofan Vör fór nýlega í gegnum eigendaskipti, og var húsnæðið um leið tekið í gegn og einnig matseðillinn. Faldar perlur eru svo við bæjarmörkin, í golfskálanum er hægt að borða þó að maður ætli ekki að sveifla golfkylfum. Max´s Restaurant, sem kennt er við labradorhund eiganda staðarins og hótelsins Northern Light inn, býður upp á veislumatseðil, sem og verðlaunaveitingastaður Bláa lónsins. Á hefðbundnum tímum eru allir veitingastaðirnir opnir lengi, en rétt er á tímum veirufaraldurs að athuga með opnunartíma áður en bankað er upp á sársvangur.

Hér er stiklað á stóru í því sem nafli alheimsins, Grindavík, býður upp á og rétt er að benda á að bæjarfélagið er aðeins í 30 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborginni (nema maður lendi í nokkurra klukkustunda gostraffík) og því tilvalið að taka dag frá og skoða gosið, Grindavík og Reykjanesskagann.

Fish House býður upp á framúrskarandi fiskrétti

Heilsuréttir Hjá Höllu spurðust hratt út

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Stuðmenn styðja Vilhjálm

Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon eru með stórmerkilega stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæðismanninn Vilhjálm Bjarnason í Mogganum...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -