Gulur vingjarnlegasti liturinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hinn tvítugi söngvari Aaron Ísak sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna í vor fyrir hönd Tækniskólans. Hann hefur litríkan stíl að eigin sögn og fellur oftast fyrir oversized-flíkum.

 

Fallegasti fataliturinn? „Gulur. Mér finnst gulur vera vingjarnlegasti liturinn.“

Besta lykt í heimi? „Mangólykt. Ég elska mangó og ilmvötn sem virka súr og sæt.“

Skyldueignin í fataskápinn? „Flottar og þægilegar gallabuxur. Helst mörgum númerum of stórar. Ég fell oftast fyrir oversized-flíkum.“

„Ég kaupi yfirleitt föt sem geta lýst persónuleikanum mínum svolítið. Það eru flottustu fötin.“

Þægindi eða útlit? „Hvorutveggja. Mér finnst eins og allt líti vel út ef þér finnst þægilegt að vera í því. Strax og þér finnst það óþægilegt eða ert óörugg/ur/urt þá sést það í gegnum flíkina. Og þá virkar kannski flott flík hallærisleg.“

Hvað einkennir þinn stíl? „Því litríkara, því betra. Dálítið svona krakkalegur stíll. Sem lýsir því hvernig ég er, svolítið barn að innan.“

Hvar kaupir þú helst föt og fylgihluti? „Mér líkar við Smash og 17 í Kringlunni og markaði í Bandaríkjunum. Svo versla ég líka á ASOS og fleiri síðum.“

Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? „Litríka boli. Og nærbuxur sem eru með teiknimyndakarakterum eða einhverju fyndnu á.“

Nýjasta flíkin í fataskápnum?„Litrík 90´s-peysa frá Karl Kani.“

Uppáhaldsflíkin?„Röndóttur, grænn og appelsínugulur bolur, sem ég keypti mjög nýlega.“

Mynd / Hákon Davíð

Mynd / Hákon Davíð

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira