Hægðaflutningur getur læknað sáraristilbólgu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í bókinni Bætt melting – betra líf er að finna mikinn fróðleik um þarmaflóru mannskepnunnar.

Í bókinni, Bætt melting – betra líf eftir Dr. Michael Moseley er að finna mikinn fróðleik um þarmaflóru mannskepnunnar og litla heilann í meltingarveginum.

Lengi hefur verið talað um að vísindamenn viti lítið um starfsemi heilans. Nú er komið í ljós að hið sama má segja um meltingarveginn en nýjar uppgötvanir gefa til kynna að þar sé að finna lykilinn að þyngjdarstjórnun og þar sé uppspretta gleðinnar. Í bókinni, Bætt melting – betra líf eftir Dr. Michael Moseley er að finna mikinn fróðleik um þarmaflóru mannskepnunnar og litla heilann í meltingarveginum.

Höfundur, líkt og aðrir vísindamenn, er farinn að gera sér grein fyrir að margslungnari og merkilegri starfsemi fer fram í þörmunum en áður var talið. Þeir framleiða hormóna sem hafa mikið að segja um andlegt jafnvægi og skapsmuni okkar, bera ábyrgð styrk ónæmiskerfisins en einnig teygir sig þunnt lag taugunga um allan meltingarveginn. Dr. Michael kallar þetta net litla heilann.

Sjálfsofnæmisskjúkdómar hafi aukist á undanförnum árum en þá má rekja beint til niðurbrots ónæmiskerfis líkamans. Þarmaflóran sér um að byggja það upp og höfundur fullyrðir að með því að viðhalda heilbrigði þarmanna geti fólk einnig haldið í skefjum slíkum einkennum. Flestum þætti þetta víst nokkuð nóg en auk alls þess er að ofan er talið hefur starfsemi bakteríanna í þörmunum áhrif á matarlyst okkar, í hvaða matartegundir við sækjum og hvernig við vinnum úr þeim.

Meltingarsjúkdóma … má sömuleiðis lækna með því að breyta matarvenjum og byggja upp heilbrigða bakteríuflóru í þörmum. Með hægðaflutningi, þ.e. saur úr heilbrigðri manneskju er komið fyrir í sjúklingi, er hreinlega hægt að lækna þá strax.

Þar er einnig að finna gamla góða vini sem beinlínis stjórna því hve þung við erum. Meltingarsjúkdóma á borð við sáraristilbólgu, maga- og skeifugarnasár og fleiri má sömuleiðis lækna með því að breyta matarvenjum og byggja upp heilbrigða bakteríuflóru í þörmum. Með hægðaflutningi, þ.e. saur úr heilbrigðri manneskju er komið fyrir í sjúklingi, er hreinlega hægt að lækna þá strax.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira