Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Halla Oddný: „Valdi eiginmanninn ekki vegna tónlistarinnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Oddný Magnúsdóttir er löngu orðin þjóðkunn fyrir sjónvarpsþætti sína og menningarinnslög sem vakið hafa athygli og aðdáun. Í haust tók hún við nýju starfi viðburða- og skipulagsstjóra hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og er nú önnum kafin við að undirbúa viðburði vetrarins. Hún hefur þó ekki alveg lagt sjónvarpsvinnuna á hilluna, en upplýsir að það verði þó einhver bið eftir fleiri þáttum, nú einbeiti hún sér að nýja starfinu og uppeldi sonarins Ólafs Magnúsar sem er eins og hálfs árs.

Halla Oddný nam mannvísindi við Oxford-háskóla, hvernig stóð á því að leið hennar lá í umfjöllun um tónlist eftir námið? Voru það að einhverju leyti áhrif frá eiginmanninum, Víkingi Ólafssyni píanóleikara?

„Ja, það er nú það,“ segir Halla og hlær. „Það sem ég hef verið að gera hefur reyndar tengst ýmsri annarri menningarstarfsemi en tónlist. Ég hef líka verið að sinna bókmenntum og almennri dagskrárgerð í sjónvarpi og útvarpi, en tónlistin hefur alltaf togað í mig og mér hefur fundist afskaplega gaman að tala um tónlist, miðla tónlist og vera umkringd tónlist. Það eru ekki áhrif frá Víkingi, ég myndi frekar segja að hann væri hluti af þessu almennt. Ég valdi hann nú ekki vegna tónlistarinnar en við kynntumst reyndar í gegnum tónlist á þeim tíma sem ég spilaði aðeins meira á píanó en ég geri í dag.“

Hér rekur blaðamaður upp stór augu og krefst þess að fá að heyra söguna af því hvernig þau hjónin kynntust.

„Það var þegar ég var í menntaskóla og var að spila með kammertríói sem æfði í Tónlistarskólanum í Reykjavík eitt sumarið í tengslum við Skapandi sumarstörf,“ útskýrir Halla. „Víkingur var þá í sumarfríi frá Juilliard og var að æfa á sama stað og við kynntumst í gegnum það.“

Lestu skemmtilegt viðtal við Höllu Oddnýju í Vikunni sem fæst á næsta blaðsölustað.

Vikan er komin á helstu sölustaði

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -