2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hálsmen með sögu

  Í kvikmyndinni Ocean‘s 8 skipulögðu átta konur stórfenglegt gimsteinarán. Þótt þær hyrfu á braut með marga dásamlega eðalsteina var demanturinn í safninu, men hannað af Jeanne Tousssaint, en hún starfaði lengi sem aðalhönnuður skartgripahússins Cartier. Þetta glæsilega men var endurgert á snilldarlegan hátt af búningahönnuðum myndarinnar en upphaflega var það hannað fyrir karlmann.

  Maharajinn af Nawanagar með upprunalega menið en meðan það var enn heilt var þar að finna stórkostlegasta safn litaðra demanta sem um getur í heiminum.

  Það var árið 1931 að maharajinn af Nawanagar á Indlandi leitaði til Jacques Cartier og lagði fyrir hann stórkostlegasta safn litaðra demanta sem sést hafði í veröldinni. Á þessum tíma voru maharajar Indlands margir hverjir ævintýralega ríkir og auðugar demantanámur landsins gáfu af sér nokkra af stærstu, fallegustu og sérstæðustu steinum heimsins. Sumir eru frægir enn í dag. Jaques færði Jeanne Toussaint bakka fullan af þessum ótrúlegu steinum og bað hana að hanna men sem myndi leyfa þeim öllum að njóta sín. Jeanne var sannarlega konan í verkið en á þessum árum mótaði hún allt útlit þeirra gripa sem voru til sölu hjá Cartier.

  Jeanne Toussaint-menið sómdi sér vel á hálsi Anne Hathaway.

  Því miður er menið ekki lengur til. Fyrir löngu er búið að taka það í sundur og nýta demantana í marga aðra skartgripi en í skjalasafni Cartier er varðveitt ljósmynd af því. Starfsmenn fyrirtækisins notuðu þær og teikningar Jeanne til að endurgera menið fyrir kvikmyndina. Flestum sem sáu myndina hefur sennilega þótt nóg um hve stórt það var og steinarnir margir en staðreyndin er að búningahönnuðirnir minnkuðu það verulega til að það passaði hálsi og bringu Anne Hathaway. Í stað lituðu demantanna notuðu þeir þó eingöngu hvíta zirkóníum-steina greypta í hvítagull. Þetta var gríðarleg vinna og mikla nákvæmni og vandvirkni þurfti til að menið virkaði ekta því allar nærmyndir af því myndu sýna hvern galla.
  Cartier-fyrirtækið vann í nánu samstarfi við framleiðendur og fulltrúi frá þeim var á staðnum allan tímann meðan á tökum á ráninu á Metropolitan-safninu stóð. Þeir lánuðu einnig alla skartgripi er skreyttu hálsa, arma, fingur og eyru þeirra er gengu rauða dregilinn á leiðinni á Met-dansleikinn en þar á meðal brá fyrir Kim Kardashian West, Kendall Jenner og Zayn Malik. Í tvo daga var stórverslun Cartier í New York breytt í sviðsmynd til að hægt væri að taka upp tvær stórar senur og verslunin á 52. stræti lék einnig stórt hlutverk. Menið úr myndinni er nú geymt hjá Cartier en allir sem heillast af skartgripum á annað borð hljóta að dást að hversu óvenjulega glæsilegt það er.

  AUGLÝSING


   

  Upprunalega menið.

  Nokkrar staðreyndir um Jeanne Toussaint-menið
  1. Heildarfjöldi karata þeirra demanta er fóru í menið var um það bil 500 karöt.
  2. Það var teymi gullsmiða hjá Cartier við 13 Rue de la Paix í París sem vann menið fyrir kvikmyndina. Þeir höfðu átta vikur til að vinna verkið og urðu að vinna það með fram annarri vinnu sinni hjá fyrirtækinu.
  3. Samtals fóru meira en 4.200 vinnustundir í að búa til menið og milli 10 og 15 iðnaðarmenn komu að smíði þess.
  4. Menið í myndinni er 80-85% minna en upprunalega menið.
  5. Ef menið hefði verið eins og það var gert og væri með sumum af upprunalegu steinunum væri það um það bil 450 karöt.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is