Haltu matarboð með stæl

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nokkur lykilatriði hjálpa til við að gera veisluna frábæra.

Þegar vel viðrar þá er tilvalið að slá upp veislu í garðinum.

Eldaðu aldrei eitthvað sem þú hefur aldrei matreitt áður. Ef þig langar til að prófa nýjan rétt reyndu hann þá á fjölskyldunni nokkrum dögum fyrir boðið. Skreyttu borðið. Nánast allt getur verið borðskraut, t.d. lauf, blóm, greinar, skeljar, kuðungar og steinar.

Það er frábær hugmynd að borðskrauti að setja þurran sand í lítinn bala, fötu eða skál og stinga laufum, kertum og greinum í sandinn. Síðan er hægt að dreifa þurrum laufum um borðið og það er til í dæminu að þau séu notuð sem nafnspjöld við hvern disk.
Balar, fullir af ísmolum, eru tilvaldir til að halda drykkjum köldum og þeim má koma fyrir á nokkrum stöðum. Þá losnar gestgjafinn við að hlaupa til og frá ísskápnum í hvert skipti sem einhver verður uppiskroppa með drykkjarföng.

Gestgjafinn á að skemmta sér og slaka á með gestum sínum. Ef mikið er að gera er ekkert að því að biðja gestina um hjálp. Flestir fagna því að fá eitthvert verkefni, það hjálpar þeim að slaka á og boðið kemst fyrr í fullan gang. Þiggið alla hjálp sem býðst. Vafalaust getið þið gert þetta ein en handtökin eru mörg og gott að bera ekki ábyrgð á öllu.

Einnig gott að hafa í huga

Byrjið á að setja saman gestalista. Aldur gestanna, á hvaða tíma og hvar boðið er skiptir máli þegar ákveðið er hvað þarf af mat.

Vinnið ykkur í haginn eins og hægt er. Hafið það til fyrir fram sem hægt er að geyma.

Reynið að skapa notalegt og hlýlegt andrúmsloft. Oft er gott að gestgjafinn segi nokkur orð til að brjóta ísinn og þeir uppburðarlitlu njóta sín betur hafi þeir eitthvert hlutverk.

Eigið alltaf eitthvað sem hægt er að grípa til í fljótheitum og bera fram ef þörf er á.

Notalegustu stundirnar eru oft við uppvaskið, veljið góðan hóp með ykkur í eldhúsið eftirboðið.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

 

 

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira