„Hann hefur sennilega haldið að ég væri dáin“

Deila

- Auglýsing -

Julia Charlotte de Rossi er íslensk að hálfu og að hálfu ítölsk. Hún ólst að mestu upp á Ítalíu og ákvað því að halda þangað aftur í háskólanám. Í sumar varð hún fyrir alvarlegri líkamsárás sem umturnaði lífi hennar.

 

Julia er jákvæð og sterk og ætlar sér að komast yfir afleiðingar árásarinnar en hún segir hins vegar að tekið sé kolrangt á málum af þessu tagi. Þolendum sé refsað en árásarmönnunum síður og oft ekki fyrr en löngu eftir að þeir fremja glæpinn.

Julia hefur verið búsett í Mílanó undanfarin fjögur ár. Hún eignaðist ítalskan kærasta sem hún kynntist í gegnum vini sína. „Hann var ofboðslega almennilegur í byrjun og gerði fyrir mig alls konar hluti sem ég hafði ekki upplifað að karlmenn gerðu fyrir mig áður.“

Ýmis teikn voru þó á lofti um að ekki væri allt með felldu og eftir á að hyggja veit Julia að hún fann að hlutirnir fóru allt of hratt af stað. Hún sleit því sambandinu. Kvöld eitt kom hann heim til hennar. „Hann dró mig frá hurðinni og ég byrjaði að öskra en enginn heyrði í mér. Hann sló mig og sparkaði í mig.“

Hann spurði Juliu um gamla kærasta og vildi fá nöfn þeirra til að berja þá en hún svaraði engu.

„Þá tók hann mig kyrkingataki og herti að.“

„Þá tók hann mig kyrkingataki og herti að. Næst sló hann höfði mínu við vegginn, hvað eftir annað. Þá missti ég meðvitund. Ég lá á gólfinu og hann hefur sennilega haldið að ég væri dáin því hann klæddi mig úr fötunum og skvetti á mig vatni. Líklega til að fá einhver viðbrögð eða lífsmörk. Ég gat hins vegar ekki hreyft mig og ekki talað. Ég hvíslaði: Hringdu á sjúkrabíl. Hann svaraði: Ég get ekki gert það. Það endar illa.

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Mynd / Unnur Magna
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Saint Laurent á Íslandi

- Advertisement -

Athugasemdir