Sunnudagur 29. maí, 2022
8.1 C
Reykjavik

Hanna Björg ræðir KSÍ-málið og ofbeldismenninguna þar: „Þá varð ég brjáluð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mynd:©Anton Brink 2021

„Þá varð ég brjáluð,“ segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir í viðtali í Vikunni þar sem hún reifar meðal annars KSÍ-málið

Hanna Björg hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, eftir að hafa vakið athygli í ágústlok með harðri gagnrýni á forystu Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Beindi hún spjótum sínum að forystunni vegna kynferðisbrotamála sem hún sagði hafa verið þögguð niður.

Í nýjasta tölublaði Vikunnar ræðir Hanna Björg það mál og mörg önnur; femínisma, gerendameðvirkni og skrímslavæðingu kynferðisofbeldis. Upphaf málsins sem varðar KSÍ segir Hanna Björg mega rekja til færslu sem skrifuð hafði verið í maí. Í færslunni segir ung kona frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. Hanna Björk hafði ekki séð færsluna á sínum síma og „fékk bara áfall“. Í kjölfarið bárust henni upplýsingar um að tveir liðsmenn karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu hefðu komið þar við sögu.

Í viðtalinu í Vikunni segist Hanna Björg einnig hafa fengið að vita að umrædd stúlka hafi ætlað að kæra ofbeldið, en „hafi mætt svo miklu mótlæti og henni eindregið ráðlagt að kæra ekki“. Stúlkunni hefði verið sagt að „við ofurefli væri að etja, þessir menn myndu einfaldlega hakka hana í sig“. Á endanum hafi stúlkan staðið ein uppi með þjáninguna.

Hanna Björg gat ekki hugsað sér að sitja auðum höndum og byrjaði að skrifa færslur á Facebook sem hún fékk mikil viðbrögð við og „fullt af sögum sem staðfestu að það væru fleiri ofbeldismenn þarna í skjóli KSÍ“. Hún ákvað að svæla þetta fólk út og láta það svara fyrir þessi mál.

Í kjölfar pistils sem Hanna Björg skrifaði og var birtur á Vísi sendi KSÍ frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni var Hanna Björg ekki ávörpuð beint, en sagt að um dylgjur væri að ræða; KSÍ hefði aldrei hylmt yfir með ofbeldismönnum.

- Auglýsing -

„Þá varð ég brjáluð,“ segir Hanna Björg í viðtalinu, sagðist enda vita að um lygi væri að ræða af hálfu KSÍ.

Hanna Björg telur ástæðu til að taka fram að tímasetningin hjá henni hafi verið tilviljun, hún hafi ekki vitað að fram undan væru leikir hjá landsliðinu. Hvað sem því líður þá hafði hún erindi sem erfiði og náði loksins „að svæla þá út til að tilkynna landsliðið, þar sem ákveðnir menn voru ekki í hópnum“. Þá vaknaði forvitni fjölmiðla á málinu og spurt var um umræddar ásakanir. „Þá byrjaði boltinn loks að rúlla,“ segir Hanna Björk.

Á meðal þeirra skilaboða sem Hanna Björg fékk í kjölfar gagnrýni sinnar voru ein frá konu sem sagðist enn burðast með óuppgert ofbeldi sem hún hafði sætt af hálfu landsliðsmanns í kanttspyrnu þrjátíu árum fyrr.

- Auglýsing -

Viðtalið við Hönnu Björgu má lesa í forsíðuviðtali Vikunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -