Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hauslausar konur í Hollywood

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tumblr-síðan Headless Women of Hollywood vekur athygli á þeirri tilhneigingu kvikmyndabransans til að nota kvenmannslíkama til að selja myndir – og þá er átt við kvenlíkama án höfuðs.

Þetta fyrirbæri hefur greinilega verið lengi við lýði því hér er plakat myndarinnar The Graduate. Í henni leikur stórleikkonan Anne Bancroft en við fáum aðeins að sjá leggi hennar.

Konur eru oft hlutgerðar í Hollywood og í öðrum formum dægurmenningar – það er ekkert nýtt. En þegar konan er gerð að litlu öðru en bara líkamanum þá verðum við að segja: hingað og ekki lengra.

Tumblr-síðan Headless Women of Hollywood vekur athygli á þeirri tilhneigingu kvikmyndabransans til að nota kvenmannslíkama til að selja myndir – og þá er átt við kvenlíkama án höfuðs.

Einhverjum finnst þetta varla vera tiltökumál, og að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu á þessari vefsíðu, en málið er að þetta er bara einn hluti af mun stærra vandamáli sem þarf að uppræta.

Oftar en ekki snýr konan baki í myndavélina, í hælum en litlu öðru með stórt bil á milli fóta. Jafnvel þegar höfuð eða andlit konu er sýnt er fókusinn oft færður á ákveðna þætti andlits … í stað þess að sýna heildina og persónugera einstaklinginn.

Heiðurinn af tumblr-síðunni á uppistandarinn Marcia Belsky en með henni vill hún hvetja Hollywood til að hætta að afhausa konur. „Með því að afhausa konuna er hún óneitanlega hlutgerð og látin sæta augnaráði karlmanna (e. Male Gaze). Samþykki hennar skiptir ekki

Mýmörg dæmi eru um að myndir af hauslausum konum séu notaðar til að auglýsa Hollywood-kvikmyndir.

lengur máli, það hefur verið fjarlægt ásamt höfði hennar, og hennar eini tilgangur er að láta horfa á sig af karlmönnum. Virði hennar er bundið við kynþokka hennar ekki persónu,“ segir hún á síðunni.

Á síðunni eru birt kvikmyndaplaköt, auglýsingar og fleira þar sem hauslaus kona kemur fyrir. Oftar en ekki snýr konan baki í myndavélina, í hælum en litlu öðru með stórt bil á milli fóta. Jafnvel þegar höfuð eða andlit konu er sýnt er fókusinn oft færður á ákveðna þætti andlits, eins og varir eða augu, í stað þess að sýna heildina og persónugera einstaklinginn. Þegar maður fer að skoða síðuna kemur það manni í raun á óvart hversu algengt þetta fyrirbæri er og hversu blindur maður hefur verið fyrir því hingað til.

- Auglýsing -
Á þessu plakati fyrir nýjustu Terminator-myndina, Terminator Genisys, þótti mikilvægara að sýna andlit vélmennisins en aðalleikkonunnar Emiliu Clarke.

 

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -